Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
   sun 31. maí 2020 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni til Víkings R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason mun leika með Reykjavíkur Víkingum í Pepsi Max-deild karla á komandi leiktíð. Kristall kemur að láni út leiktíðina frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn.

Kristall var sagður á leið til Víkings snemma í apríl mánuði og í dag staðfesti Haraldur Haraldsson, formaður Víkinga að allt væri klárt og mun Kristall fá leikheimild þegar félagsskiptaglugginn opnar.

Kristall lék seinni hálfleikinn í endurkomusigri Víkings gegn Gróttu í æfingaleik á þriðjudaginn í síðustu viku.

Hann varð átján ára gamall í janúar en tveimur árum áður gekk hann í raðir Kaupmannahafnar félagsins frá uppeldisfélagi sínu Fjölni.

Við vinnslu fréttar var einnig haft samband við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, sem staðfesti að um lánssamning út tímabilið væri að ræða.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Kristall Ingason
Kristall Máni: Stefni að sjálfsögðu á að komast í aðalliðið hjá FCK
Athugasemdir
banner
banner