Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 31. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásdís Karen: Eitthvað sem mann dreymir um að gera
Icelandair
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega flott umhverfi og geggjað að fá að æfa með þessum stelpum," segir Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Hún er í fyrsta sinn hluti af A-landsliðshópnum, en hún kom inn í hópinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á dögunum. Agla María er meidd.

„Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að í einhvern tíma og það er gaman að fá kallið."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið og ég er mjög spennt. Ég myndi ekki segja að þetta hafi komið beint á óvart, en þetta er ótrúlega gaman. Þetta er eitthvað sem ég hef haft á bak við eyrað í nokkurn tíma. Maður stefnir alltaf að þessu, ég held að allir geri það. Þetta er mjög gaman."

Varð bikarmeistari um síðustu helgi
Síðasta laugardag skoraði Ásdís Karen sigurmarkið þegar Valur varð bikarmeistari í fyrsta sinn í ellefu ár. Hún hefur átt mjög gott tímabil með toppliði Bestu deildarinnar.

„Það var ógeðslega gaman, það er geggjuð tilfinning að vinna bikar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á þessum velli (Laugardalsvelli). Það var geðveikt, æðislegt."

„Að skora sigurmarkið er eitthvað sem mann dreymir um að gera. Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu og ótrúlega gaman að vera með þessum stelpum," segir Ásdís Karen en hún er heilt yfir ánægð með tímabilið hjá Val.

„Mér finnst við hafa verið að stíga upp með hverjum leiknum. Við erum á góðu róli. Það eru fimm úrslitaleikir og við klárum þetta vonandi."

Við erum allar mjög spenntar
Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn. „Stemningin er geggjuð og við erum allar mjög spenntar," segir Ásdís Karen sem sem mun án efa spila aftur á Laugardalsvelli og mun það mögulega gerast á föstudaginn.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner