Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 31. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásdís Karen: Eitthvað sem mann dreymir um að gera
Icelandair
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega flott umhverfi og geggjað að fá að æfa með þessum stelpum," segir Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Hún er í fyrsta sinn hluti af A-landsliðshópnum, en hún kom inn í hópinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á dögunum. Agla María er meidd.

„Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að í einhvern tíma og það er gaman að fá kallið."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið og ég er mjög spennt. Ég myndi ekki segja að þetta hafi komið beint á óvart, en þetta er ótrúlega gaman. Þetta er eitthvað sem ég hef haft á bak við eyrað í nokkurn tíma. Maður stefnir alltaf að þessu, ég held að allir geri það. Þetta er mjög gaman."

Varð bikarmeistari um síðustu helgi
Síðasta laugardag skoraði Ásdís Karen sigurmarkið þegar Valur varð bikarmeistari í fyrsta sinn í ellefu ár. Hún hefur átt mjög gott tímabil með toppliði Bestu deildarinnar.

„Það var ógeðslega gaman, það er geggjuð tilfinning að vinna bikar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á þessum velli (Laugardalsvelli). Það var geðveikt, æðislegt."

„Að skora sigurmarkið er eitthvað sem mann dreymir um að gera. Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu og ótrúlega gaman að vera með þessum stelpum," segir Ásdís Karen en hún er heilt yfir ánægð með tímabilið hjá Val.

„Mér finnst við hafa verið að stíga upp með hverjum leiknum. Við erum á góðu róli. Það eru fimm úrslitaleikir og við klárum þetta vonandi."

Við erum allar mjög spenntar
Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn. „Stemningin er geggjuð og við erum allar mjög spenntar," segir Ásdís Karen sem sem mun án efa spila aftur á Laugardalsvelli og mun það mögulega gerast á föstudaginn.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner