Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 31. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásdís Karen: Eitthvað sem mann dreymir um að gera
Icelandair
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega flott umhverfi og geggjað að fá að æfa með þessum stelpum," segir Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Hún er í fyrsta sinn hluti af A-landsliðshópnum, en hún kom inn í hópinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á dögunum. Agla María er meidd.

„Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að í einhvern tíma og það er gaman að fá kallið."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið og ég er mjög spennt. Ég myndi ekki segja að þetta hafi komið beint á óvart, en þetta er ótrúlega gaman. Þetta er eitthvað sem ég hef haft á bak við eyrað í nokkurn tíma. Maður stefnir alltaf að þessu, ég held að allir geri það. Þetta er mjög gaman."

Varð bikarmeistari um síðustu helgi
Síðasta laugardag skoraði Ásdís Karen sigurmarkið þegar Valur varð bikarmeistari í fyrsta sinn í ellefu ár. Hún hefur átt mjög gott tímabil með toppliði Bestu deildarinnar.

„Það var ógeðslega gaman, það er geggjuð tilfinning að vinna bikar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á þessum velli (Laugardalsvelli). Það var geðveikt, æðislegt."

„Að skora sigurmarkið er eitthvað sem mann dreymir um að gera. Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu og ótrúlega gaman að vera með þessum stelpum," segir Ásdís Karen en hún er heilt yfir ánægð með tímabilið hjá Val.

„Mér finnst við hafa verið að stíga upp með hverjum leiknum. Við erum á góðu róli. Það eru fimm úrslitaleikir og við klárum þetta vonandi."

Við erum allar mjög spenntar
Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn. „Stemningin er geggjuð og við erum allar mjög spenntar," segir Ásdís Karen sem sem mun án efa spila aftur á Laugardalsvelli og mun það mögulega gerast á föstudaginn.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner
banner