Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 31. ágúst 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ásdís Karen: Eitthvað sem mann dreymir um að gera
Icelandair
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Ásdís Karen Halldórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Skoraði sigurmarkið fyrir Val í bikarúrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega flott umhverfi og geggjað að fá að æfa með þessum stelpum," segir Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Hún er í fyrsta sinn hluti af A-landsliðshópnum, en hún kom inn í hópinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á dögunum. Agla María er meidd.

„Þetta er auðvitað eitthvað sem ég hef stefnt að í einhvern tíma og það er gaman að fá kallið."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið og ég er mjög spennt. Ég myndi ekki segja að þetta hafi komið beint á óvart, en þetta er ótrúlega gaman. Þetta er eitthvað sem ég hef haft á bak við eyrað í nokkurn tíma. Maður stefnir alltaf að þessu, ég held að allir geri það. Þetta er mjög gaman."

Varð bikarmeistari um síðustu helgi
Síðasta laugardag skoraði Ásdís Karen sigurmarkið þegar Valur varð bikarmeistari í fyrsta sinn í ellefu ár. Hún hefur átt mjög gott tímabil með toppliði Bestu deildarinnar.

„Það var ógeðslega gaman, það er geggjuð tilfinning að vinna bikar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila á þessum velli (Laugardalsvelli). Það var geðveikt, æðislegt."

„Að skora sigurmarkið er eitthvað sem mann dreymir um að gera. Þetta var geggjaður sigur hjá liðinu og ótrúlega gaman að vera með þessum stelpum," segir Ásdís Karen en hún er heilt yfir ánægð með tímabilið hjá Val.

„Mér finnst við hafa verið að stíga upp með hverjum leiknum. Við erum á góðu róli. Það eru fimm úrslitaleikir og við klárum þetta vonandi."

Við erum allar mjög spenntar
Framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni HM þar sem liðið er í góðum möguleika á því að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn. „Stemningin er geggjuð og við erum allar mjög spenntar," segir Ásdís Karen sem sem mun án efa spila aftur á Laugardalsvelli og mun það mögulega gerast á föstudaginn.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner
banner