Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 31. ágúst 2022 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók á andlega - „Er eiginlega bara brjáluð og vil ná í úrslit hér"
Icelandair
Gunnhildur á æfignu í rigningunni í dag.
Gunnhildur á æfignu í rigningunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun aldrei gleyma mómentinu þegar við löbbuðum út á völl í jakkafötunum á móti Frakklandi
Mun aldrei gleyma mómentinu þegar við löbbuðum út á völl í jakkafötunum á móti Frakklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á leikinn gegn Hvíta-Rússlandi. Við erum nýkomnar af EM og erum hungraðar og mótiveraðar til þess að ná í úrslit í þessu verkefni," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, við Fótbolta.net.

Framundan eru tveir leikir hjá liðinu í undankeppni HM. Á föstudag mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og næsta þriðjudag er svo leikur gegn Hollandi.

Íslenska liðið spilaði á EM í síðasta mánuði og gerði þrjú 1-1 jafntefli í riðlinum. Það dugði ekki til að fara áfram í 8-liða úrslitin. Markmið liðsins var að vinna leik á mótinu. Hefur verið erfitt að keyra sig í gang eftir mótið?

„Ég ætla ekkert að ljúga að þjóðinni að þetta tók á andlega. Þetta var mjög erfitt og maður var búin að undirbúa sig fyrir þetta mót í mörg ár. Það tekur á andlega að hafa ekki farið upp úr riðlinum eftir að liðið hafð staðið sig svo frábærlega vel - tapar ekki leik."

Gunnhildur er leikmaður Orlando Pride í bandarísku NWSL deildinni. Eftir EM fór hún til Orlando.

„Maður hefur ekki mikinn tíma til að díla við það. Vonbrigði eru partur af þessu og maður þarf að vinna úr því. Ég held að það geri það líka að verkum að ég persónulega er allavega rosalega hungruð í þetta verkefni, er eiginlega bara brjáluð og vil ná í úrslit hér. Þetta vonandi kemur út á það góða."

Gunnhildur segir að það sé bara tíminn sem hjálpi við að komast yfir vonbrigðin. „Maður þarf bara að leyfa tímanum að líða. Fyrir mitt leyti þurfti ég eiginlega að mæta strax aftur út (til Orlando). Tímabilið var í gangi á meðan við vorum að spila á EM. Ég þannig séð fékk ekki mikinn tíma til að kúpla mig út og afgreiða þetta. Þetta er partur af þessu, þetta er vinna manns og ég fann leið til að mótivera mig í næsta verkefni. Eina sem ég einbeiti mér að er Hvíta-Rússland og að standa sig vel þar. Ég held að allt liðið viti hvað þurfi að gera til að ná í úrslit."

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er eini heimalekur liðsins á árinu. Gera leikmenn sér vonir um góða mætingu og stuðning úr stúkunni.

„Fyrst verð ég bara þakka fyrir stuðninginn sem var á EM. Hann var geggjaður og ég mun aldrei gleyma mómentinu þegar við löbbuðum út á völl í jakkafötunum á móti Frakklandi. Maður heyrði þvílíkan stuðning, það var sungið og við hvattar áfram - maður fékk gæsahúð. Það gaf okkur orku inn í leikinn, náðum jafntefli á móti Frakklandi."

„Fyrir mér er stuðningurinn mikilvægur og gefur okkur mikið. Ég vona að við fáum smá 'back-up' á leiknum. Það munar miklu. En auðvitað stjórnum við því ekki. Ég veit að hvað sem gerist og hversu margir verða í stúkunni þá munum við alltaf fá sama íslenska landslið inn á völlinn. En ég mæli með að allir mæti og styðji okkur,"
sagði Gunnhildur.

Viðtalið við Gunnhildi má sjá í spilaranum hér að ofan. Hún er meira spurð út í Orlando og upphitunina fyrir æfingu landsliðsins í gær.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner