Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 31. ágúst 2022 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók á andlega - „Er eiginlega bara brjáluð og vil ná í úrslit hér"
Icelandair
Gunnhildur á æfignu í rigningunni í dag.
Gunnhildur á æfignu í rigningunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun aldrei gleyma mómentinu þegar við löbbuðum út á völl í jakkafötunum á móti Frakklandi
Mun aldrei gleyma mómentinu þegar við löbbuðum út á völl í jakkafötunum á móti Frakklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara mjög vel á leikinn gegn Hvíta-Rússlandi. Við erum nýkomnar af EM og erum hungraðar og mótiveraðar til þess að ná í úrslit í þessu verkefni," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, við Fótbolta.net.

Framundan eru tveir leikir hjá liðinu í undankeppni HM. Á föstudag mætir liðið Hvíta-Rússlandi á heimavelli og næsta þriðjudag er svo leikur gegn Hollandi.

Íslenska liðið spilaði á EM í síðasta mánuði og gerði þrjú 1-1 jafntefli í riðlinum. Það dugði ekki til að fara áfram í 8-liða úrslitin. Markmið liðsins var að vinna leik á mótinu. Hefur verið erfitt að keyra sig í gang eftir mótið?

„Ég ætla ekkert að ljúga að þjóðinni að þetta tók á andlega. Þetta var mjög erfitt og maður var búin að undirbúa sig fyrir þetta mót í mörg ár. Það tekur á andlega að hafa ekki farið upp úr riðlinum eftir að liðið hafð staðið sig svo frábærlega vel - tapar ekki leik."

Gunnhildur er leikmaður Orlando Pride í bandarísku NWSL deildinni. Eftir EM fór hún til Orlando.

„Maður hefur ekki mikinn tíma til að díla við það. Vonbrigði eru partur af þessu og maður þarf að vinna úr því. Ég held að það geri það líka að verkum að ég persónulega er allavega rosalega hungruð í þetta verkefni, er eiginlega bara brjáluð og vil ná í úrslit hér. Þetta vonandi kemur út á það góða."

Gunnhildur segir að það sé bara tíminn sem hjálpi við að komast yfir vonbrigðin. „Maður þarf bara að leyfa tímanum að líða. Fyrir mitt leyti þurfti ég eiginlega að mæta strax aftur út (til Orlando). Tímabilið var í gangi á meðan við vorum að spila á EM. Ég þannig séð fékk ekki mikinn tíma til að kúpla mig út og afgreiða þetta. Þetta er partur af þessu, þetta er vinna manns og ég fann leið til að mótivera mig í næsta verkefni. Eina sem ég einbeiti mér að er Hvíta-Rússland og að standa sig vel þar. Ég held að allt liðið viti hvað þurfi að gera til að ná í úrslit."

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er eini heimalekur liðsins á árinu. Gera leikmenn sér vonir um góða mætingu og stuðning úr stúkunni.

„Fyrst verð ég bara þakka fyrir stuðninginn sem var á EM. Hann var geggjaður og ég mun aldrei gleyma mómentinu þegar við löbbuðum út á völl í jakkafötunum á móti Frakklandi. Maður heyrði þvílíkan stuðning, það var sungið og við hvattar áfram - maður fékk gæsahúð. Það gaf okkur orku inn í leikinn, náðum jafntefli á móti Frakklandi."

„Fyrir mér er stuðningurinn mikilvægur og gefur okkur mikið. Ég vona að við fáum smá 'back-up' á leiknum. Það munar miklu. En auðvitað stjórnum við því ekki. Ég veit að hvað sem gerist og hversu margir verða í stúkunni þá munum við alltaf fá sama íslenska landslið inn á völlinn. En ég mæli með að allir mæti og styðji okkur,"
sagði Gunnhildur.

Viðtalið við Gunnhildi má sjá í spilaranum hér að ofan. Hún er meira spurð út í Orlando og upphitunina fyrir æfingu landsliðsins í gær.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner