Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 31. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þórarinn Jónas og Guðjón Geir áfram með Ými
Mynd: Ýmir
Þórarinn Jónas Ásgeirsson og Guðjón Geir Geirsson hafa framlengt samninga sína við Ými og munu því stýra liðinu áfram á næsta tímabili.

Ýmir féll úr 3. deild á síðasta ári og var tvíeykið fengið til að takast á við það stóra verkefni að koma liðinu aftur upp.

Eftir langt og strangt tímabil hafðist það í lokaumferðinni með dramatískum 3-2 sigri á Hamri eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í leiknum.

Ýmir mun því spila í 3. deildinni á næsta ári og er ljóst að Þórarinn Jónas og Guðjón Geir verða áfram við stjórnvölinn. Þeir skrifuðu undir nýjan eins árs samning í gær en þetta kemur fram í tilkynningu Ýmis.
Athugasemdir
banner
banner