Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 06. febrúar 2011 18:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Dalglish: Eins og að kaupa nýjan leikmann að fá Carragher
Kenny Dalglish fylgist með leiknum í dag.
Kenny Dalglish fylgist með leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool var hæstánægður með frábæra frammistöðu Jamie Carragher í 0-1 sigri liðsins á Chelsea í ensku úrvaldeildinni í dag.

Carragher hefur verið frá keppni undanfarna mánuði vegna meiðsla á öxl en sneri aftur beint í byrjunarliðið í dag og var frábær.

,,Að fá Jamie Carragher aftur var eins og ný kaup," sagði Dalglish við fréttamenn eftir leikinn.

,,Hann kom inn og var frábært í vörninni. Við erum hæstánægðir fyrir hönd leikmannana."

,,Þeir verðskulduðu sigurinn. Við erum á smá skriði sem stendur og njótum þess. Ég sá ekki að markvörðurinn okkar hefði mikið að gera og vörnin okkar var frábær fyrir framan hann."

,,Ég held að enginn af framherjum þeirra geti verið ánægður með leik sinn í dag."


Með sigrinum er Liverpool komið í sjötta sæti deildarinnar og er aðeins sex stigum frá Chelsea sem er í fjórða sætinu sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu.
banner
banner