Lesendum Fótbolta.net býðst frábært tilboðsverð á bíómyndina Stelpurnar okkar sem er sýnd í Háskólabíói þessa dagana. Lesendur Fótbolta.net fá miða á myndina á aðeins 750 krónur gegn því að gefa upp kóðann HZ88 í miðasölu Háskólabíós. Venjulegt verð er 1100 krónur.
Myndin verður sýnd í Háskólabíó til 3. september svo þarna er um síðasta séns fyrir fólk að sjá myndina næstu tvo daga. Stelpurnar okkar er heimildarmynd um kvennalandslið Íslands í fótbolta sem tók þátt í Evrópumótinu í Finnlandi undanfarna daga.
Myndin hefur fengið frábærar viðtökur og fékk 4 stjörnur af gagnrýnanda Morgunblaðsins. Hún er sýnd í Háskólabíó og við hvetjum alla til að sjá þessa mögnuðu mynd meðan hún er enn í sýningu í bíó.
Kvikmyndin Stelpurnar okkar var frumsýnd í Háskólabíói á föstudagskvöld, 14. ágúst síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Þóru Tómasdóttur og framleidd af Hrafnhildi Gunnarsdóttur.
Um er að ræða í fullri lengd sem fjallar um hvernig kvennalandsliðinu í fótbolta tókst fyrst af öllum íslenskum landsliðum að komast í úrslitakeppni Evrópumóts.
Í myndinni kynnumst við stelpunum sem mynda liðið, draumum þeirra og metnaði og fótboltaheiminum sem þær lifa og hrærast í.
Landsliðið samanstendur af hörkuduglegum stelpum sem eru nánast hættulega kappsamar.
Þær eiga í baráttu innbyrðis því með félagsliðum sínum eru þær andstæðingar en sameinast svo í landsliðinu.
Liðinu var fylgt eftir í tæp tvö ár og afraksturinn er hádramatísk mynd um raunir og örlög stelpna sem komast áfram í lífinu á hörkunni.
Klipping var í höndum Elísabetar Ronaldsdóttur og Barði Jóhannsson sá um tónlistina.
Athugasemdir