Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 12. apríl 2012 17:00
Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net 10 ára: Viðtal við Jóa Kalla gerði allt vitlaust hjá Burnley
Jóhannes Karl í leik með Burnley.
Jóhannes Karl í leik með Burnley.
Mynd: Getty Images
Brian Laws.
Brian Laws.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net fagnar 10 ára afmæli sínu næstkomandi sunnudag. Í tilefni þess munum við næstu daga rifja upp nokkrar eftirminnilegar fréttir úr sögu síðunnar.

Í dag er komið að þeirri frétt sem hefur vakið mesta athygli erlendis af öllum fréttum Fótbolta.net frá upphafi. Um er að ræða viðtal við Jóhannes Karl Guðjónsson í byrjun apríl árið 2010.

Jóhannes Karl var ekki inni í myndinni hjá Brian Laws eftir að hann tók við Burnley af Owen Coyle í janúar 2010. Gengi Burnley var afar dapurt eftir að Laws tók við stjórnartaumunum og á endanum féll liðið úr úrvalsdeildinni.

Jóhannes Karl var orðinn þreyttur á ástandinu í byrjun apríl og lýsti yfir óánægju sinni með Laws í viðtali við Fótbolta.net.

,,Hann er löngu búinn að tapa klefanum," sagði Jóhannes Karl í viðtalinu en sú setning var aðalpunkturinn í umfjöllun enskra fjölmiðla um málið.

,,Ég held að allir leikmenn séu búnir að missa trú á honum. Gengi liðsins segir sig sjálft og mér sýnist allt stefna niður á við," sagði Jóhannes Karl einnig í viðtalinu sem birtist á föstudagsmorgni.

Síðar sama dag birti Sky frétt um málið og eftir það fjölluðu nánast allir fjölmiðlar á Englandi um viðtalið.

Brian Laws lýsti yfir óánægju sinni með ummæli Jóhannesar og á mánudeginum setti Burnley hann í tveggja vikja bann meðan málið var rannsakað. Jóhannes Karl samdi síðan um starfslok hjá Burnley í lok apríl 2010 og gekk í raðir Huddersfield í kjölfarið.

Fréttir tengdar málinu:
Jóhannes Karl: Laws er löngu búinn að tapa klefanum
Laws um viðtal á Fótbolta.net: Ódýrt skot og vonbrigði
Jóhannes Karl í tveggja vikna bann fyrir viðtal á Fótbolta.net
Jóhannes Karl kemst að samkomulagi um starfslok hjá Burnley

Sjá einnig:
Fótbolti.net 10 ára: Undirskriftalistinn fyrir Guðna Bergsson
Fótbolti.net 10 ára: Lárus Orri hótaði að segja af sér í viðtali
Athugasemdir
banner
banner