Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 11. apríl 2012 17:30
Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net 10 ára: Lárus Orri hótaði að segja af sér í viðtali
Lárus Orri í leiknum í Breiðholti árið 2010.
Lárus Orri í leiknum í Breiðholti árið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Lárus Orri þjálfar í dag lið KF.
Lárus Orri þjálfar í dag lið KF.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótbolti.net fagnar 10 ára afmæli sínu næstkomandi sunnudag. Í tilefni þess munum við næstu daga rifja upp nokkrar eftirminnilegar fréttir úr sögu síðunnar.

Í dag er komið að því að rifja upp sjónvarpsviðtal við Lárus Orra Sigurðsson eftir leik Leiknis og Þórs í fyrstu deildinni í maí 2010. Viðtalið vakti mikla athygli á sínum tíma en þar hótaði Lárus Orri að segja upp starfi sínu vegna ósættis við aðalstjórn félagsins.

Rúmlega tveimur vikum síðar sagði Lárus Orri síðan upp störfum hjá Þór. Hann segist ekki sjá eftir því í dag að hafa farið í viðtalið eftir 1-0 tapið gegn Leikni.

,,Nei, alls ekki. Auðvitað var þetta leiðindatími á ferlinum að þurfa að standa í svona hlutum en staðan hjá Þór og þeim mönnum sem ég var að vinna með í Þór var þannig að þetta var óumflýjanlegt," sagði Lárus Orri þegar Fótbolti.net fékk hann til að rifja viðtalið upp.

,,Þetta var löngu ákveðið fyrir leikinn. Það hefði verið auðveldara að fara í þetta viðtal ef við hefðum unnið leikinn en ég var búinn að ákveða fyrir leikinn að koma með þessi komment. Ég var búinn að tilkynna mínum mönnum hjá Þór að ég myndi láta heyra í mér eftir leikinn og reyna að laga þau mál sem þurfti að laga hjá félaginu."

,,Maður verður að starfa í þessu eftir sinni sannfæringu og málið var það að það voru menn sem voru að vinna með mér í þessu sem gátu ekki starfað lengur innan félagsins út af þessum vandamálum. Eina leiðin fyrir mig að reyna að halda þessum mönnum inni var að reyna að fá í gegn vissar breytingar sem á endanum fengu ekki nægan stuðning. Ég var að leitast eftir því að fá stuðning allra til að gera vissar breytingar en það gekk ekki og því fór sem fór," sagði Lárus Orri en hann sagði af sér rúmum tveimur vikum eftir viðtalið fræga.

,,Á endanum fékk ég stuðning hjá 5 aðilum af 7 í stjórn knattspyrnudeildar og ég sagði að það væri ekki nóg, ég þyrfti stuðning hjá öllum. Þar með var kominn upp sú staða að það var betra fyrir liðið að ég myndi stíga í burtu. Ég ræddi við Palla (Pál Viðar Gíslason) og vissi að ég myndi skilja þetta eftir í góðum höndum hjá honum."

Í viðtalinu gagnrýndi Lárus Orri meðal annars þá ákvörðun Þórs að leyfa KA að spila heimaleik gegn Gróttu á Þórsvelli.

,,Það var túlkað mjög mikið þannig að ég væri að leggjast gegn því að KA væri að spila á Þórsvellinum. Ég hef aldrei lagst gegn því, það sem ég lagðist gegn var að KA spilaði á Þórsvelli á þessum tímapunkti. Það voru engin svæði til að æfa knattspyrnu neinstaðar á þessum tíma og því höfðum við ekki efni á að lána völlinn hvort sem það var til KA, Völsungs eða KR. Við þurftum að nýta völlinn innan klúbbsins. Þetta var bara lítill hluti af þessu og dropinn sem fyllti mælinn."

Hér að neðan má sjá tengil á viðtalið en Lárus Orri byrjar að tala um óánægju sína eftir um það bil 1,40 mínútu og eftir rúmar fjórar mínútur segist hann vera að íhuga að segja af sér.

Lárus Orri ósáttur við Þór: Íhuga klárlega að segja af mér

Sjá einnig:
Fótbolti.net 10 ára: Undirskriftalistinn fyrir Guðna Bergsson
Athugasemdir
banner
banner
banner