Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 10. apríl 2012 17:00
Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net 10 ára: Undirskriftalistinn fyrir Guðna Bergsson
Yfir 2000 manns skráðu sig á undirskriftarlista
Hafliði Breiðfjörð framkvæmdastjóri Fótbolta.net afhendir Guðna listann árið 2003.
Hafliði Breiðfjörð framkvæmdastjóri Fótbolta.net afhendir Guðna listann árið 2003.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Guðmundsson
Guðni í leik með Bolton.
Guðni í leik með Bolton.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net fagnar 10 ára afmæli sínu næstkomandi sunnudag. Í tilefni þess munum við næstu daga rifja upp nokkrar eftirminnilegar fréttir úr sögu síðunnar.

Fyrsta fréttin er frá því árið 2003 eða rúmu ári eftir að Fótbolti.net hóf göngu sína. Segja má að síðan hafi komist almennilega á kortið í kjölfarið á þessari frétt enda fékk hún mikla umfjöllun. Um er að ræða frétt þar sem fólki gafst kostur á að skrifa sig á undirskriftarlista til að hvetja Guðna Bergsson til að hætta við að hætta að leika með landsliði Íslands.

Guðni lék sinn síðast leik með Bolton vorið 2003 og í kjölfarið lék hann sinn síðasta landsleik í sigri á Litháum í undankeppni EM þann 11. júní. Eftir leikinn skoruðu margir aðilar á Guðna að halda áfram að leika með landsliði Íslands og leika síðustu þrjá leikina í riðlinum, gegn Færeyjum ytra 20. ágúst, gegn Þjóðverjum 9. september á Laugardalsvelli og svo aftur ytra 11. október.

Ísland var á þessum tíma í harðri baráttu um að komast á EM og Fótbolti.net ákvað að gefa lesendum kost á að skora á Guðna að halda áfram að leika með landsliðinu. Guðni fékk mörg skemmtileg skilaboð en samtals skrifuðu 2234 undir áskorunina sem vakti mikla fjölmiðlaathygli hér á landi.

,,Þetta er mjög eftirminnilegt og manni þótti mjög vænt um þessi viðbrögð," sagði Guðni þegar Fótbolti.net fékk hann til að rifja fréttina upp.

,,Ég var mjög hrærður yfir þessum stuðningi og velvilja sem maður fann fyrir og ég vildi svo sannarlega kom til móts við þessar óskir. Á hinn bóginn var ég búinn að setja skóna kyrfilega upp í hillu og ég hefði þurft að byrja að spila heima og ég hafði ekki hug á því."

,,Ég vildi ljúka ferlinum með Bolton og ég átti farsælan endi þar. Því miður varð ég að taka gömlu tugguna og segja maður kemur í mann stað og auðvitað var það þannig því strákarnir stóðu sig vel í vörninni og það mátti engu muna að við hefðum komist áfram.


Guðni fékk undirskriftirnar útprentaðar sumarið 2003 og hann geymir þær ennþá á góðum stað heima hjá sér. ,,Þetta er uppi í hillu og maður tekur þetta örugglega fram þegar að aldurinn færist yfir og rennir yfir þetta aftur. Það var virkilega gaman að lesa þetta og manni þótti vænt um þetta," sagði Guðni.

Sjá einnig:
Skoraðu á Guðna að hætta við að hætta!
Guðni... ...ekki hætta.
Yfirlýsing frá Guðna Bergssyni:
Athugasemdir
banner
banner
banner