Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 08. maí 2004 00:00
Afmælisbarn dagsins - Ásgeir Sigurvinsson
Það er landsliðsþjálfari okkar Íslendinga, Ásgeir Sigurvinsson sem er afmæli í dag en hann er 49 ára.



Ásgeir fæddist í Vestmannaeyjum og lék með ÍBV 1972 og 1973, 21 leik í 1. deild og skoraði í þeim 7 mörk.

Hann gekk til liðs við belgíska 1. deildar félagið Standard Liege um mitt sumar 1973 og náði strax að tryggja sér fast í liðinu. Ásgeir lék með Standard fram á sumarið 1981, og var einn af máttarstólpunum í liðinu, a.m.k. síðari árin. Hann var fyrirliði um skeið og vann einn bikarmeistaratitil með félaginu.

Sumarið 1981 gekk hann til liðs við þýska stórveldið Bayern München, en með því léku nokkrir af Evrópumeisturum Vestur-Þjóðverja 1980, en Ásgeir fékk þar fá tækifæri.

Sumarið 1982 gekk hann svo til liðs við þýska félagið Stuttgart og lék með því til loka ferils síns. Ásgeir var lengi fyrirliði Stuttgart og þótti einn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í mörg ár. Hann leiddi Stuttgart til meistaratitils veturinn 1983-1984 og var þá kjörinn besti knattspyrnumaður V-Þýskalands af leikmönnum deildarinnar.

Vorið 1989 lék hann með Stuttgart gegn Napoli í úrslitaleikjum UEFA-bikarkeppninnar, en beið lægri hlut. Ásgeir lék alls 211 leiki í Bundesligunni og skoraði 39 mörk. Hann lagði skóna á hilluna vorið 1990 og lauk þar með glæsilegum 17 ára ferli hans sem atvinnumanns.

Ásgeir lék fyrst með íslenska landsliðinu sumarið 1972, aðeins 17 ára gamall. Hann lék alls 45 leiki með landsliðinu, skoraði 5 mörk og var fyrirliði 7 sinnum, síðast haustið 1989. Ásgeir var lykilleikmaður íslenska landsliðsins á fyrsta uppgangstímabili þess, 1974-1975 og allar götur síðan. Hann tók þátt í mörgum mikilvægum sigrum, t.a.m. í leikjunum eftirminnilegu gegn A-Þýskalandi 1974 og 1975, og skoraði nokkur ógleymanleg mörk.

Ásgeir var tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins af samtökum íþróttamanna, árin 1974 og 1984, og er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur hlotnast sá heiður. Ásgeir starfaði um skeið hjá Stuttgart eftir að hann hætti að leika, en flutti heim nokkrum árum síðar.

Föstudaginn 9. maí sagði Atli Eðvaldsson svo starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Íslenska landsliðsins. Ásgeir var beðinn um að taka tímabundið við á meðan KSÍ leitaði að erlendum þjálfara í starfið. Hann fékk Loga Ólafsson, snilling með meiru, til að vera aðstoðarmaður sinn og eru þeir nú með samning til ársins 2005.

Þeir hafa náð frábærum árangri með landsliðið og voru aðeins hársbreidd frá því að komast á Evrópmótið í sumar. Allar líkur eru á að samningar þeirra Ásgeirs og Loga verði framlengdir en undaneppni fyrir HM 2006 hefst í haust.


Önnur afmælisbörn:

Lucio miðvörðurinn eftirsótti hjá Bayer Leverkusen er 26 ára
Chris Makin leikmaður Ipswich Town er 31 árs
Luis Enrique hinn fjölhæfi spánverji hjá Barcelona er 34 ára
38 ára er Claudio Taffarel markvörðurinn ótrúlegi en hann er hættur
Franco Baresi hinn magnaði varnarmaður sem nú er hættur er 44 ára
Athugasemdir
banner
banner