Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 13. september 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Birkir Már spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Birkir Már Sævarsson og sonur hans Hjörtur.
Birkir Már Sævarsson og sonur hans Hjörtur.
Mynd: Samsett mynd - Fótbolti.net
Vidic skorar með skalla samkvæmt spá Birkis.
Vidic skorar með skalla samkvæmt spá Birkis.
Mynd: Getty Images
Negredo skorar tvö samkvæmt spánni.
Negredo skorar tvö samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Arnar Björnsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki umferðarinnar í enska boltanum fyrir landsleikjahlé.

Birkir Már Sævarsson tippar á leikina að þessu sinni en hann lagði upp bæði mörk Íslands gegn Albaníu í dag.

,,Ég er svo lélegur tippari að ég fékk ég hjálp frá sérfræðingnum á heimilinu, 12 ára gömlum syni mínum," sagði Birkir léttur í bragði þegar hann skilaði inn spánni.

Manchester United 3 - 1 Crystal Palace (11:45 á morgun)
Þrátt fyrir heldur brösótta byrjun, að mati United aðdáanda, þá held ég að þeir rífi sig upp og vinni nokkuð þægilegan sigur. Van Persie skorar tvö og Vidic þrumar einum inn með skalla eftir horn.

Aston Villa 1 - 2 Newcastle (14:00 á morgun)
Þetta verður jafn og skemmtilegur leikur þar sem sigurmarkið verður skorað í uppbótartíma. Agbonlahor skorar fyrir Villa og Sissoko skorar tvö fyrir Newcastle og tryggir mér nokkur stig í Fantasy.

Fulham 1 - 1 WBA (14:00 á morgun)
Steindautt jafntefli í hundleiðinlegum leik þar sem bæði mörkin verða skoruð eftir föst leikatriði. Hangeland og Sessegnon skora mörkin.

Hull 1 - 2 Cardiff (14:00 á morgun)
Aron verður eins og hágæða AEG ryksuga og hreinsar upp allt á miðjunni fyrir Cardiff. Hann nær þó ekki að koma í veg fyrir að Tom Huddlestone smyrji einum í vinkilinn. Bellamy skorar bæði fyrir Cardiff.

Stoke 0 - 4 Manchester City (14:00 á morgun)
Þetta verður leikur kattarins að músinni. Stoke á einfaldlega ekki séns í gríðarsterkt City liðið. Negredo skorar tvö, Yaya Toure heldur uppteknum hætti og skorar beint úr aukaspyrnu og Navas setur eitt í lokin eftir frábært einstaklingsframtak.

Sunderland 0 - 2 Arsenal (14:00 á morgun)
Özil stimplar sig inn með vinstri krullu upp í fjærskeitin og leggur svo eitt upp á Giroud í nokkuð auðveldum Arsenal sigri.

Tottenham 3 - 1 Norwich (14:00 á morgun)
Tottenham keyrir yfir Norwich í þessum leik. Gylfi fær sénsinn og þakkar traustið með marki með skoti fyrir utan teig. Soldado skorar hin tvö, eitt úr víti og eitt með skalla.

Everton 1 - 0 Chelsea (16:30 á morgun)
Everton menn eru orðnir hungraðir í fyrsta sigur tímabilsins og það verður hart barist í þessum leik. Það verða slagsmál og læti og allavega tvö rauð spjöld líta dagsins ljós, eitt á hvort lið. Baines krossar honum á hausinn á Jelavic sem stýrir honum fallega í hornið.

Southampton 4 - 4 West Ham (15:00 á sunnudag)
Öllum að óvörum verður þetta leikur umferðarinnar. Bæði liði sækja á mörgum mönnum og úr verður algjör veisla. Rickie Lambert hendir í þrennu fyrir Southampton.

Swansea 2 - 1 Liverpool (19:00 á mánudag)
Liverpool verða betri í leiknum en Swansea skora tvö mörk eftir skyndisóknir geng gangi leiksins í fyrri hálfleik. Liverpool minnkar muninn seint í leiknum og setja þokkalega pressu á Swansea en tekst ekki að jafna.

Eldri spámenn:
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner