Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 22. janúar 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Karl spáir í leikir helgarinnar á Englandi
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi skorar samkvæmt spánni.
Gylfi skorar samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Arnór Atlason fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í enska boltanum fyrir viku síðan.

Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari HK, lék á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og hann spáir í leikina þar að þessu sinni.

Norwich - Liverpool (12:45 á morgun)
Sem gallarhður púllari ætla ég að segja að Jurgen Klopp sé kominn með Liverpool á rétta leið og þeir vinni örugglega 3-0.

Crystal Palace - Tottenham (15:00 á morgun)
Þó að Palace sé búið að gera fína hluti þá vinnur Tottenham.

Leicester 1 - 1 Stoke (15:00 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur. Leicester hafa verið mjög öflugir en Stoke eru líka það sterkir að þetta verður jafn leikur. Ég hendi í 1-1.

Manchester United 2 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Þó svo að ég myndi óska að United myndi tapa þessum leik þá held ég að þeir vinni. Ég hef trú á að þetta sé aðeins að lagast hjá United. Þó að þetta verði ekki skemmtilegur fótboltaleikur þá vinna þeir nokkuð öruggt.

Sunderland 2 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Stóri Sam er með gott record á móti þessum svokölluðu lélegri liðum.

Watford 2 - 2 Newcastle (15:00 á morgun)
Watford er búið að gera fína hluti en ég held að Newcastle nái í stig þarna.

WBA 0 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
Það verður fátt um fína drætti þarna.

West Ham 1 - 2 Manchester City (17:30 á morgun)
Þó að West Ham hafi unnið mikið af móti þessum betri liðum City eru einfaldlega of sterkir.

Everton 3 - 1 Swansea (13:30 á sunnudag)
Everton hefur spilað hörkufínan fótbolta upp á síðkastið þó að þei hafi ekki náð góðum úrslitum. Þetta hafa verið erfiðir tímar hjá Swansea undanfarið en Gylfi skorar markið fyrir þá.

Arsenal 3 - 1 Chelsea (16:00 á sunnudag)
Varnarleikurinn hjá Chelsea er ekki að ganga nógu vel á sama tíma og það hefur verið kraftur í Arsenal.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner