Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 15. janúar 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Arnór Atlason spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Arnór Atlason.
Arnór Atlason.
Mynd: Hilmar Þór
Manchester United gerir jafntefli við Liverpool samkvæmt spáni.
Manchester United gerir jafntefli við Liverpool samkvæmt spáni.
Mynd: Getty Images
Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Arnór Atlason fær það verkefni að spá að þessu sinni en hann verður í eldlínunni með íslenska handboltalandsliðinu sem hefur leik á EM í Póllandi í dag.



Tottenham 3 - 0 Sunderland (12:45 á morgun)
Frábær vörn móti hræðilegri vörn og þetta verður niðurstaðan

Bournemouth 0 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Þetta verður einn af þeim leikjum sem ég ætla ekki að horfa á um helgina.

Chelsea 2 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Chelsea hlýtur að fara að geta eitthvað en Lukaku skorar yfirleitt og gerir það líka í þessum leik

Manchester City 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Ég vona innilega að City vinni ekki, þannig að annað hvort verð ég mjög ánægður með að þessi leikur verði réttur hjá mér eða þá að ég verði mjög ánægður með að City tapi stigum þannig að þetta er bara win-win fyrir mig.

Newcastle 1 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Ég þekki lygilega marga West Ham menn sem eru allt í einu farnir að þora að segja frá því vegna góðs gengis þeirra en þarna lenda þeir á vegg og tapa sannfærandi 1-0.

Southampton 1 - 1 WBA (15:00 á morgun)
Eru ekki Liverpool búnir að kaupa allt Southampton liðið? Þá vinna þeir ekki þennan leik.

Aston Villa 0 - 0 Leicester (17:30 á morgun)
Top á móti Flop allt Stop.

Liverpool 1 - 1 Manchester United (14:05 á sunnudag)
Landsliðið okkar samanstendur af Liverpool og Manchester United mönnum þannig að ég held að það sé langbest fyrir móralinn í liðinu að þetta fari jafntefli.

Stoke 1 - 3 Arsenal (16:15 á sunnudag)
Mínir menn í Arsenal eru sjóðheitir og vonandi verður Sanchez loksins með aftur. Giroud er alltaf að fara að skora og Özil verður með 2 stoðsendingar eins og venjulega.

Swansea 2 - 1 Watford (20:00 á mánudag)
Gylfi er að fara að rífa þetta Swansea lið upp úr botnbaráttunni og mun skora sigurmarkið í þessum leik.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner