Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 02. febrúar 2016 12:15
Magnús Már Einarsson
Ólafur Darri spáir í leiki vikunnar á Englandi
Ólafur Darri Ólafsson.
Ólafur Darri Ólafsson.
Mynd: Getty Images
Manchester United skorar óvænt níu mörk samkvæmt spá Ólafs Darra.
Manchester United skorar óvænt níu mörk samkvæmt spá Ólafs Darra.
Mynd: Getty Images
Jóhannes Karl Guðjónsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi.

Ólafur Darri Ólafsson, verðlauna leikari, er í aðalhlutverki í Ófærð á RÚV. Hann gaf sér tíma frá lögreglu störfum í Ófærð til að spá í leiki 24. umferðar sem fara fram í kvöld og á morgun.

Arsenal 2 - 0 Southampton (19:45 í kvöld)
Ég held að Wenger og félagar taki þetta.

Leicester 1 - 2 Liverpool (19:45 í kvöld)
Ef ég segi ekki að Liverpool vinni þennan leik þá á ég ekki afturkvæmt í fjölskylduboð næsta árið. Segjum Liverpool en ætli það standi ekki tæpt.

Norwich 0 - 1 Tottenham (19:45 í kvöld)
Gísli Gotti myndi velja Tottarana og ég held mig við það sem rök.

Sunderland 0 - 3 Man City (19:45 í kvöld)
Man City á að vinna þennan leik. Ég meina, hvað er í gangi ef þeir vinna þetta ekki?!

West Ham 0 - 1 Aston Villa (19:45 í kvöld)
Ef West Ham tapar nú þá verða þeir sem halda með Aston Villa bara aðeins minna leiðir en þeir eru núna með stöðu liðsins. Og mér finnst alltaf gaman þegar undir-hundurinn vinnur. Aston.

Crystal Palace 3 - 2 Bournemouth (20:00 í kvöld)
Einhverra hluta vegna á maður að bera það fram Bornemuth en ekki Bornemáth eins og það stendur og bara þess vegna ætla ég að segja að Crystal Palace vinni. Ef þeir breyta framburðinum þá skoða ég það að breyta spánni.

Man Utd 9 - 1 Stoke (20:00 í kvöld)
Hilmar einkaþjálfari verður brjálaður ef ég segi ekki að Man Utd vinni þetta ekki. Og ef hann er brjálaður þá þarf ég að gera fleiri armbeygjur þannig að ég held að Man U bursti þetta.

WBA 1 - 3 Swansea (20:00 í kvöld)
Gylfi, Gylfi, Gylfi, segi ekki fleira!

Everton 0 - 0 Newcastle (19:45 á morgun)
Ég spái því að annað liðið vinni… Eða að það verði jafntefli…

Watford 0 - 2 Chelsea (19:45 á morgun)
Chelsea tekur þetta. Ég meina, nú er Mourinho farinn og allir eru voða glaðir.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner