Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 15. ágúst 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
16 ára gamall varnarmaður vítaskytta Íslands árið 2016
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Brynjar Ingi Bjarnason, 16 ára leikmaður KA, er vítaskytta Íslands árið 2016 en hann sigraði keppni sem Fótbolti.net stóð fyrir á Þróttaravelli á laugardag.

Brynjar Ingi er miðvörður í 2. flokki KA en hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu um helgina til að spila leiki með liðinu.

Á sama tíma nýtti Brynjar tækifærið til að taka þátt í vítaspyrnukeppninni. Hann klúðraði spyrn í 2. umferð og keypti sig aftur inn í keppnina á 3000 krónur.

Eftir það fór Brynjar á kostum en hann skoraði úr ellefu spyrnum í röð og tryggði sér sigurinn í 13. umferð. Markverðir úr Pepsi og Inkasso-deildinni stóðu vaktina í markinu en í úrslitunum var það færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen sem stóð á milli stanganna.

„Fyrstu sex spyrnurnar voru alltaf í sama horn. Markverðirnir fóru alltaf í hitt hornið," sagði Brynjar Ingi við Fótbolta.net eftir keppnina aðspurður út í lykilinn að sigrinum.

Allur ágóði af vítaspyrnukeppninni rennur í sjóð fyrir Vildabörn Icelandair en rúmlega 200 manns tóku þátt í keppninni.

Brynjar fékk flugmiða fyrir tvö til Evrópu með Icelandair í verðlaun en hann er ekki búinn að ákveða áfangastað. Þá fær Brynjar einnig takkaskó í eigin vali frá adidas í verðlaun.

Hér að neðan má sjá myndband af lokaspyrnunni hjá Brynjari.


Athugasemdir
banner
banner
banner