Grindvíkingar eru stórhuga fyrir Pepsi-deildina næsta sumar eftir að hafa endurheimt sæti sitt á meðal þeirra bestu.
Eftir fall úr Pepsi-deildinni 2012 þá komst Grindavík upp á nýjan leik á dögunum.
Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær að stefnan sé sett á topp þrjá næsta sumar og þar með Evrópusæti.
Eftir fall úr Pepsi-deildinni 2012 þá komst Grindavík upp á nýjan leik á dögunum.
Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar, sagði í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær að stefnan sé sett á topp þrjá næsta sumar og þar með Evrópusæti.
„Ef við ætlum að vera í efstu deild þá erum við ekki komnir til að vera þar heldur til að sækja á topp þrjá, það er engin spurning," sagði Jónas við Stöð 2.
„Það er markmið númer 1, 2 og 3, að vera í efri hluta. Þá ekki númer 4 eða 5 . Við viljum vera í efstu þremur sætunum. Það er markmiðið hjá okkur. Hugsunin er alveg skýr."
Í frétt Stöðvar 2 kemur einnig fram að leikmenn Grindavíkur fái samtals á bilinu 5-6 milljónir króna í bónusgreiðslur eftir að liðið komst upp í Pepsi-deildina. Greiðslan skiptist á 18 leikmenn en notast er við hlutaskiptakerfi sjómanna. Þeir leikmenn sem spiluðu meira fá meiri pening en þeir sem komu minna við sögu.
Athugasemdir