Gunnlaugur Jónsson var svekktur yfir að ná ekki að halda út lengur á móti FH er lið hans ÍA tapaði 2-4 í fyrstu umferð Pepsí deildar karla 2017.
„Já ég er ósáttur með það. Við byrjuðum þennan leik alveg skelfilega og það er bara eitt lið á vellinum í að ég held korter."
„Já ég er ósáttur með það. Við byrjuðum þennan leik alveg skelfilega og það er bara eitt lið á vellinum í að ég held korter."
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 4 FH
„Í byrjun leiksins vorum við í vandræðum bæði með að leysa kerfið þeirra og mikið flot á boltanum og þeir spiluðu virkilega vel. Ég held að vantrú sé ekki rétta orðið en við náum engum takti í byrjun."
Böddi löpp var að mati margra heppinn að hafa ekki fengið rautt í leiknum. Hvernig horfði það við Gulla?
„Já augljóslega. Hann fær gult spjald og ég held að það sé bara mínútu eða tveim síðar þar sem hann keyrir Þórð niður og það heyrðist öskrað af bekknum hjá FH að hann ætti að fara að róa sig og haga sér og það er með ólíkindum að fjórir starfsmenn KSÍ og dómarar skyldu ekki taka eftir þessu"
Sjá einnig:
Óskar Hrafn: Böðvar hagar sér eins og fífl
Athugasemdir