Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 12. maí 2005 09:06
Hin Hliðin - Hans Mathiesen (Fram)
Hans Mathiesen, danskur leikmaður sem Fram fékk nýverið í sínar raðir, svarar spurningum okkar að þessu sinni. Hann kemur frá AC Horsense í dönsku 1. deildinni, en liðið er langefst í deildinni. Hans er 21 árs miðjuleikmaður. Hann er uppalinn hjá Bröndby en hefur leikið með AC Horsense síðastliðið ár.

Hans hefur leikið með yngri landsliðum Danmerkur. Hann er aðeins 166 sm á hæð, ungur en mjög sterkur leikmaður. Ólafur Kristjánsson þjálfari Fram lýsir hans m.a. með þessum orðum: "Hann situr bara á miðjunni, dreifir boltanum vel, vinnur boltann og er svona leikmaður sem er mjög þýðingarmikill en fær ekki alltaf allt hrósið. "



Fullt nafn: Hans Yoo Eun Suk Mathiesen

Gælunafn: Ég held bara að ég hafi ekkert gælunafn hlotið

Aldur: 21 árs

Giftur/sambúð: Nei ég er einhleypur

Börn: Engin

Hvað eldaðir þú síðast? Ég gerði magnaðan kínverskan rétt sem kallaðst “Chop Suey” - Hann var alveg frábær!

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Eitthvað að drekka, djús, mjólk eða eitthvað og góðan fótboltaleik í sjónvarpinu (eða félagskap kvenmanns) - (Fótbolti.net ætlar að giska á að hinn eiturhressi Hans hafi misskilið spurninguna lítillega)

Hvernig gemsa áttu? Ég er með Motorola á Íslandi en Panasonic í Danmörku

Uppáhaldssjónvarpsefni? Þetta er erfið spurning... það er líklega gömlu þættirnir af Spin City, Friends, Simpson eða eitthvað í þá áttina.

Besta bíómyndin? Það gæti verið "City of God" (Brasilísk mynd) en annars eru svo margar góðar bíómyndir framleiddar nú til dags

Hvaða tónlist hlustar þú á? Aðallega Rn’B og Hip Hop

Uppáhaldsdrykkur? Ég drekk ekki :) Ég veit það ekki en ég er hrifinn af ferskum drykkjum eins og Tequila Sunrise eða eitthvað gott viskí

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Að spila vel og kannski gera einhver lúaleg brögð

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Ég veit ekki alveg en ef ég þarf að nefna eitthvað er það líklega Fc København

Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég er nú ekkert svo gamall :) Lothar Mathëus því ég átti eins skó og hann þegar ég var lítill

Erfiðasti andstæðingur? Ég verð að segja dani að nafni Allan Søgård. Hann er svakalegur tæklari og tók mig nokkrum sinnum illa. Ég er enn með ör eftir hann!

EKKI erfiðasti andstæðingur? Enginn sérstakur

Besti samherjinn? Hér? Það er svo erfitt að segja því ég er ný kominn hingað

Sætasti sigurinn? Þegar við unnum Holland í Evrópukeppni U-18 ára liða. Þeir voru með leikmenn á borð við Rafael van der Vaart í liðinu sem og Arjen Robben, bara til að nefna einhverja.

Mestu vonbrigði? Að tapa Unglingameistaratitlinum til FCK

Uppáhalds lið í enska boltanum? Arsenal

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Það var Edgar Davids en hann er útbrunninn svo núna er það Xavi

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári Guðjohnsen.

Hvað veistu um íslenska boltann? Þeir hafa alið nokkra góða leikmenn og tímabilið er mjög stutt! :)

Efnilegasti leikmaður heims? Arjen Robben eða Robinho

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég á enn eftir að komast að því!

Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei það hef ég aldrei gert

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var einu sinni að spila þegar strákur í liðinu bað um skiptingu þar sem hann þurfti svo mikið að skíta!

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Já ég gerði það en er hættur því

Hvað varstu gamall þegar þú byrjaði að æfa fótbolta? Ég held að ég hafi verið um 5 ára

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) Ég hef heyrt að strákarnir í Roots séu ansi góðir. Eða Thomas Helmig, hann fær fólk til að dansa maður

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Allar æfingar án bolta, sérstaklega að hlaupa

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Thomas Kahlenberg - Þetta er skrýtin spurning!

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Rúmið mitt

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Það er mismunandi en yfirleitt hálftíma

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Fimleikamenn. Þeir eru svo litlir en samt sterkir. (Aftur ætlum við á Fótbolta.net að giska á að Herra Hans hafi misskilið spurninguna!)

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Jájá, NFL, golfi, NBA og auðvitað handbolta

Hver er uppáhalds platan þín? Tupac Shakur : All Eyes On Me

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Núna spila ég í Hummel en ég skipti bráðum yfir í Adidas

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Engu :)

Hvað viltu gera eftir að knattspyrnuferlinum líkur? Vinna bara eins og allir aðrir. Ekki í fótbolta samt, einhverju markaðstengdu eða viðskiptum
Athugasemdir
banner
banner
banner