Írska landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri mætti því hollenska í 8-liða úrslitum Evrópumótsins fyrr í kvöld.
Liðin skildu jöfn 1-1 og var því blásið til vítaspyrnukeppni. Írar brenndu af fyrstu vítaspyrnunni og í stöðunni 4-4 átti Holland eina spyrnu eftir.
Liðin skildu jöfn 1-1 og var því blásið til vítaspyrnukeppni. Írar brenndu af fyrstu vítaspyrnunni og í stöðunni 4-4 átti Holland eina spyrnu eftir.
Jimmy Corcoran í marki Íra varði spyrnuna en steig af vítapunktinum áður en spyrnan fór af stað.
Dómari leiksins lét því réttilega endurtaka spyrnuna en gaf markverðinum gult spjald, sem var hans annað gula spjald í leiknum og því var hann rekinn útaf.
Útileikmaður Íra fór í markið og skutlaði sér í rétta átt þegar spyrnan var endurtekin en náði ekki til knattarins, eins og er hægt að sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.
Hollendingar eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Englandi.
This is absolutely shocking pic.twitter.com/ip6tHB8ao4
— Si Lloyd (@SmnLlyd5) May 14, 2018
Athugasemdir