Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi og Tékklandi í lokaleikjunum í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar. Miðasala á leikinn gegn Þýskalandi hefst á tix.is í næstu viku. Ísland er á toppi riðilsins og á góða möguleika á sæti á HM í Frakklandi á næsta ári.
Lokaleikir riðilsins
Laugardagur 1. september 14:55: Ísland-Þýskaland
Þriðjudagur 4. september 15:00: Ísland-Þýskaland
Leikurinn gegn Tékklandi fer fram klukkan 15:00 á þriðjudegi en KSÍ gat ekki breytt tímanum þrátt fyrir óskir þess efnis. Ástæðan fyrir því er að allir leikirnir í riðlakeppninni verða að fara fram á sama tíma.
Þar á meðal er leikur Kasakstan og England í riðli eitt. Sá leikur hefst klukkan 21:00 í Kasakstan sem er 15:00 á Íslandi. Það verður til þessr að allir leikirnir í undankeppninni verða að byrja klukkan 15:00.
Efsta sætið í riðlakeppninni skilar beint sæti á HM en þau lið sem verða með bestan árangur í 2. sæti í fjórum riðlum af sjö fara í umspil. Því verða öll lið að hefja leik á sama tíma til að geta ekki reiknað út möguleika sína á 2. sæti fyrir leik.
„Þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við. Það eru fjögur sæti í boði í umspili og því þurfa allir að sitja við sama borð. Knattspyrnusambandið reyndi að fá annan leiktíma en það er ekki hægt. Við þurfum að takast á við þetta og höfum trú á því að fólk muni samt styðja við bakið á okkur í mögulega mikilvægasta leik ársins hjá liðinu," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, við Fótbolta.net í dag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir