Sjá einnig:
Innkastið - Spennustigið magnast og þjálfarasögum fjölgar
Ekki lið umferðarinnar:

Leikur umferðarinnar: Það var boðið upp á dramatík og mikið stuð á Akureyri þar sem KA og Valur gerðu 3-3 jafnefli. KA var yfir þegar uppbótartíminn rann upp en Birkir Már Sævarsson skoraði dramatískt sigurmark. Mark sem gæti orðið gulls ígildi þegar það ræðst hverjir verða Íslandsmeistarar.
Dómari umferðarinnar: Þóroddur Hjaltalín fékk 9 fyrir frammistöðu sína í leik FH og KR. Venjulega ætti það að duga til að vera dómari umferðarinnar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fékk 10.
Spjall umferðarinnar: Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, fór í skemmtilegt spjall við Daníel Geir Moritz, fréttamann Fótbolta.net, eftir 1-1 jafntefli gegn Víkingum.
Vakning umferðarinnar: Loksins vaknaði FH og sýndi almennilega hvað er í liðið spunnið. 4-0 burst í Evrópuslagnum gegn KR kætti marga FH-stuðningsmenn sem hafa verið í felum á þessum tímabili.
Nýliði umferðarinnar: Hinn 18 ára gamli Þórir Jóhann Helgason kom inn í sínum fyrsta leik fyrir FH og skoraði eftir rúmlega mínútu í 4-0 sigrinum gegn KR.
Forrest Gump umferðarinnar: Ævar Ingi tók rosalegan sprett áður en hann skoraði þriðja mark Stjörnunnar í 3-1 sigrinum gegn Fjölni! Kærkomið mark fyrir Ævar sem hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla.
Ásakanir umferðarinnar: Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sakaði Einar Inga dómara um að hafa sleppt vítaspyrnu því hann er Stjörnumaður. Ummælin gætu dregið dilk á eftir sér.
Ranga klisja umferðarinnar: Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, talaði um að að væri erfitt að heimsækja Keflavík á „erfiðan útivöll". Keflavík hefur ekki fengið stig á sínum velli í sumar. Ekki eitt.
Góð umferð fyrir:
- Fylkismenn sem fjarlægjast fallsætin.
- Titilvonir Stjörnunnar.
- Castillion sem finnur bara markaskóna í Víkingstreyjunni.
- Kristin Frey Sigurðsson sem hefur stigið vel upp að undanförnu fyrir Val.
- Willum Þór, leikmann Blika, sem er mættur úr meiðslum og klár í bikarúrslitin um miðjan mánuðinn.
- Sito sem kom af bekknum hjá Grindavík og sýndi að hann á að vera í byrjunarliðinu.
- Stuðningsmenn FH sem sjá bullandi Evrópumöguleika eftir flottan sigur á KR.
Vond umferð fyrir:
- Ásgeir Sigurgeirsson, leikmann KA, sem meiddist illa gegn Val og verður lengi frá.
- Keflvíkinga. Enn ein vonda umferðin.
- Fjölnismenn. Ljósið í enda ganganna minnkar sífellt og þjálfararnir finna ekki lausnir.
- KR-inga sem brotlentu eftir að hafa verið á flottu skriði.
Twitter #Fotboltinet
Ekki skrytið að viðtöl séu eintómar klisjur. Um leið og menn sýna tilfinningar þa eru þeir sektaðir eða teknir af lífi. Óþolandi #pepsideildin
— Orri Omarsson (@OrriSOmarsson) September 3, 2018
Við virðumst ná því að fara í gegnum allt Pepsi-sumarið án þess að þjálfari verði rekinn! ❤ (Laugi hætti 😉) Gott að menn séu ekki reknir hægri vinstri #fotboltinet
— Unnar Olavur (@goliverkahn) September 2, 2018
Baldur að fagna markinu sínu í dag sem var svo dæmt af....#fotboltinet #fotbolti pic.twitter.com/2AeNwbdvRZ
— Eva Björk (@EvaBjork7) September 2, 2018
Það er nú smá von að ná Evrópu eftir úrslit dagsins, en eins og FH hefur verið að spila verður því líklega klúðrað. Svona svipað og mínir menn í KA.. #fotboltinet
— Arnar Freyr (@arnarfbald) September 2, 2018
Mafían geggjuð ✅
— Jón Oddur Hammer Kristinsson (@Jonoddurhammer) September 2, 2018
FH liðið geggjað ✅
Taktískt upplegg ÓHK geggjað ✅
Meira svona drengir og þá er framtíðin björt.#ViðerumFH #fotboltinet
Ég lýsi eftir @KRreykjavik liðinu. Þeir áttu að mæta í Hafnarfjörðinn kl. 17:15 en hafa ekki sést. Getur @logreglan hjálpað til?#fotboltinet #Pepsideildin
— Hafþór Gerhardt (@hafthorgh) September 2, 2018
Þegar stjóri notar marga uppalda og gefur mönnum séns í deild þeirra bestu og heldur liði örugglega uppi með hreint ekki dýrasta liðið, er hann þá ekki að gera gott mót? Jafnvel frábært. Glapræði ef ÍBV reynir ekki að halda KG #fotboltinet
— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 2, 2018
Nú elska ég Stöð2Sport, enda besta íþróttastöð í heimi að mínu mati. En af hverju í ósköpunum er Breiðablik - Grindavík í beinni í dag? Af öllum leikjum. Fljótt á litið minnst spennandi leikur umferðarinnar. #fotboltinet
— Valur Gunnarsson (@valurgunn) September 2, 2018

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |