Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mán 03. september 2018 13:15
Fótbolti.net
Hófið - KR-ingar áberandi í EKKI liðinu
Hinn efnilegi Þórir Jóhann Helgason skoraði fyrir FH.
Hinn efnilegi Þórir Jóhann Helgason skoraði fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón á flugi í ljósbláum varabúningi KR.
Skúli Jón á flugi í ljósbláum varabúningi KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, ræðir málin.
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, ræðir málin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum er mættur aftur.
Willum er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan minnkaði forystu Vals niður í eitt stig í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. Eins og vaninn er þá höldum við lokahóf umferðarinnar og lyftum glösum!

Sjá einnig:
Innkastið - Spennustigið magnast og þjálfarasögum fjölgar

Ekki lið umferðarinnar:


Leikur umferðarinnar: Það var boðið upp á dramatík og mikið stuð á Akureyri þar sem KA og Valur gerðu 3-3 jafnefli. KA var yfir þegar uppbótartíminn rann upp en Birkir Már Sævarsson skoraði dramatískt sigurmark. Mark sem gæti orðið gulls ígildi þegar það ræðst hverjir verða Íslandsmeistarar.

Dómari umferðarinnar: Þóroddur Hjaltalín fékk 9 fyrir frammistöðu sína í leik FH og KR. Venjulega ætti það að duga til að vera dómari umferðarinnar en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fékk 10.

Spjall umferðarinnar: Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, fór í skemmtilegt spjall við Daníel Geir Moritz, fréttamann Fótbolta.net, eftir 1-1 jafntefli gegn Víkingum.

Vakning umferðarinnar: Loksins vaknaði FH og sýndi almennilega hvað er í liðið spunnið. 4-0 burst í Evrópuslagnum gegn KR kætti marga FH-stuðningsmenn sem hafa verið í felum á þessum tímabili.

Nýliði umferðarinnar: Hinn 18 ára gamli Þórir Jóhann Helgason kom inn í sínum fyrsta leik fyrir FH og skoraði eftir rúmlega mínútu í 4-0 sigrinum gegn KR.

Forrest Gump umferðarinnar: Ævar Ingi tók rosalegan sprett áður en hann skoraði þriðja mark Stjörnunnar í 3-1 sigrinum gegn Fjölni! Kærkomið mark fyrir Ævar sem hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla.

Ásakanir umferðarinnar: Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sakaði Einar Inga dómara um að hafa sleppt vítaspyrnu því hann er Stjörnumaður. Ummælin gætu dregið dilk á eftir sér.

Ranga klisja umferðarinnar: Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis, talaði um að að væri erfitt að heimsækja Keflavík á „erfiðan útivöll". Keflavík hefur ekki fengið stig á sínum velli í sumar. Ekki eitt.

Góð umferð fyrir:

- Fylkismenn sem fjarlægjast fallsætin.
- Titilvonir Stjörnunnar.
- Castillion sem finnur bara markaskóna í Víkingstreyjunni.
- Kristin Frey Sigurðsson sem hefur stigið vel upp að undanförnu fyrir Val.
- Willum Þór, leikmann Blika, sem er mættur úr meiðslum og klár í bikarúrslitin um miðjan mánuðinn.
- Sito sem kom af bekknum hjá Grindavík og sýndi að hann á að vera í byrjunarliðinu.
- Stuðningsmenn FH sem sjá bullandi Evrópumöguleika eftir flottan sigur á KR.

Vond umferð fyrir:

- Ásgeir Sigurgeirsson, leikmann KA, sem meiddist illa gegn Val og verður lengi frá.
- Keflvíkinga. Enn ein vonda umferðin.
- Fjölnismenn. Ljósið í enda ganganna minnkar sífellt og þjálfararnir finna ekki lausnir.
- KR-inga sem brotlentu eftir að hafa verið á flottu skriði.

Twitter #Fotboltinet



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner