Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 02. september 2018 16:38
Daníel Geir Moritz
Kristján Guðmunds: Menn hafa verið að sækja um starfið mitt
Shahab ekki í hóp vegna meiðsla
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson var á heildina litið sáttur eftir 1-1 jafntefli í dag gegn Víkingi Reykjavík. Gestirnir komust yfir en ÍBV jafnaði og þar við sat.

„Við vorum bara óheppnir að vinna ekki. Ég get verið sáttur með að taka stig, það var í lagi á heildarstöðuna litið en við vorum óheppnir að klára ekki nokkur færi og vinna leikinn.“

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Athygli vakti að Shahab var ekki í leikmannahópi ÍBV en hann hefur verið að vinna á Pizza 67 í Eyjum. „Hann er bara helping hand á Pizza 67 en við vonumst til að fá hann inn í næsta leik. Þetta var bæði liðþófi og innra liðband en sennilega ekki það alvarlegt að við náum honum ekki inn fyrir Valsleikinn.“ Aðspurður hvot fjarvera Shahab væri eingöngu vegna meiðsla skellti Kristján upp úr. „Jájájá, það er ekki vegna þess að hann er þjónn á Pizza 67.“

Kristján var spurður út í framhaldið og hvort næstu leikir væru hans síðustu sem þjálfari ÍBV. „Það veit ég ekki. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun í því sambandi. Við tölum bara saman ég og ráðið og við vitum nákvæmlega hvar hvor stendur. Það er samt nóg eftir af mótinu.“ Kristján var þá einfaldlega spurður hvort hann vildi vera áfram. „Nú bara ætla ég ekki að svara neinu meira, nema bara með helping hand þá getur vel verið að hérna... Sko! Það er þannig að það eru ansi margir sem hafa verið að tala um eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að tala um. Ég hlýt að vera að gera mjög gott starf hérna því það er allavega verið að sækja um starfið mitt. Ég hlýt að vera að gera svona góða hluti að það hlýtur að vera aðsóknarvert að komast í þetta starf.“ Aðspurður hvort hann finni fyrir samkeppni um starf sitt hjá ÍBV sagðist Kristján alveg geta jankað því.

Sjá viðtalið í heild í spilaranum!

Athugasemdir
banner