Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   sun 02. september 2018 16:38
Daníel Geir Moritz
Kristján Guðmunds: Menn hafa verið að sækja um starfið mitt
Shahab ekki í hóp vegna meiðsla
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson var á heildina litið sáttur eftir 1-1 jafntefli í dag gegn Víkingi Reykjavík. Gestirnir komust yfir en ÍBV jafnaði og þar við sat.

„Við vorum bara óheppnir að vinna ekki. Ég get verið sáttur með að taka stig, það var í lagi á heildarstöðuna litið en við vorum óheppnir að klára ekki nokkur færi og vinna leikinn.“

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Athygli vakti að Shahab var ekki í leikmannahópi ÍBV en hann hefur verið að vinna á Pizza 67 í Eyjum. „Hann er bara helping hand á Pizza 67 en við vonumst til að fá hann inn í næsta leik. Þetta var bæði liðþófi og innra liðband en sennilega ekki það alvarlegt að við náum honum ekki inn fyrir Valsleikinn.“ Aðspurður hvot fjarvera Shahab væri eingöngu vegna meiðsla skellti Kristján upp úr. „Jájájá, það er ekki vegna þess að hann er þjónn á Pizza 67.“

Kristján var spurður út í framhaldið og hvort næstu leikir væru hans síðustu sem þjálfari ÍBV. „Það veit ég ekki. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun í því sambandi. Við tölum bara saman ég og ráðið og við vitum nákvæmlega hvar hvor stendur. Það er samt nóg eftir af mótinu.“ Kristján var þá einfaldlega spurður hvort hann vildi vera áfram. „Nú bara ætla ég ekki að svara neinu meira, nema bara með helping hand þá getur vel verið að hérna... Sko! Það er þannig að það eru ansi margir sem hafa verið að tala um eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að tala um. Ég hlýt að vera að gera mjög gott starf hérna því það er allavega verið að sækja um starfið mitt. Ég hlýt að vera að gera svona góða hluti að það hlýtur að vera aðsóknarvert að komast í þetta starf.“ Aðspurður hvort hann finni fyrir samkeppni um starf sitt hjá ÍBV sagðist Kristján alveg geta jankað því.

Sjá viðtalið í heild í spilaranum!

Athugasemdir
banner
banner