Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   sun 02. september 2018 16:38
Daníel Geir Moritz
Kristján Guðmunds: Menn hafa verið að sækja um starfið mitt
Shahab ekki í hóp vegna meiðsla
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson var á heildina litið sáttur eftir 1-1 jafntefli í dag gegn Víkingi Reykjavík. Gestirnir komust yfir en ÍBV jafnaði og þar við sat.

„Við vorum bara óheppnir að vinna ekki. Ég get verið sáttur með að taka stig, það var í lagi á heildarstöðuna litið en við vorum óheppnir að klára ekki nokkur færi og vinna leikinn.“

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Athygli vakti að Shahab var ekki í leikmannahópi ÍBV en hann hefur verið að vinna á Pizza 67 í Eyjum. „Hann er bara helping hand á Pizza 67 en við vonumst til að fá hann inn í næsta leik. Þetta var bæði liðþófi og innra liðband en sennilega ekki það alvarlegt að við náum honum ekki inn fyrir Valsleikinn.“ Aðspurður hvot fjarvera Shahab væri eingöngu vegna meiðsla skellti Kristján upp úr. „Jájájá, það er ekki vegna þess að hann er þjónn á Pizza 67.“

Kristján var spurður út í framhaldið og hvort næstu leikir væru hans síðustu sem þjálfari ÍBV. „Það veit ég ekki. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun í því sambandi. Við tölum bara saman ég og ráðið og við vitum nákvæmlega hvar hvor stendur. Það er samt nóg eftir af mótinu.“ Kristján var þá einfaldlega spurður hvort hann vildi vera áfram. „Nú bara ætla ég ekki að svara neinu meira, nema bara með helping hand þá getur vel verið að hérna... Sko! Það er þannig að það eru ansi margir sem hafa verið að tala um eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að tala um. Ég hlýt að vera að gera mjög gott starf hérna því það er allavega verið að sækja um starfið mitt. Ég hlýt að vera að gera svona góða hluti að það hlýtur að vera aðsóknarvert að komast í þetta starf.“ Aðspurður hvort hann finni fyrir samkeppni um starf sitt hjá ÍBV sagðist Kristján alveg geta jankað því.

Sjá viðtalið í heild í spilaranum!

Athugasemdir