Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 02. september 2018 16:38
Daníel Geir Moritz
Kristján Guðmunds: Menn hafa verið að sækja um starfið mitt
Shahab ekki í hóp vegna meiðsla
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson var á heildina litið sáttur eftir 1-1 jafntefli í dag gegn Víkingi Reykjavík. Gestirnir komust yfir en ÍBV jafnaði og þar við sat.

„Við vorum bara óheppnir að vinna ekki. Ég get verið sáttur með að taka stig, það var í lagi á heildarstöðuna litið en við vorum óheppnir að klára ekki nokkur færi og vinna leikinn.“

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Athygli vakti að Shahab var ekki í leikmannahópi ÍBV en hann hefur verið að vinna á Pizza 67 í Eyjum. „Hann er bara helping hand á Pizza 67 en við vonumst til að fá hann inn í næsta leik. Þetta var bæði liðþófi og innra liðband en sennilega ekki það alvarlegt að við náum honum ekki inn fyrir Valsleikinn.“ Aðspurður hvot fjarvera Shahab væri eingöngu vegna meiðsla skellti Kristján upp úr. „Jájájá, það er ekki vegna þess að hann er þjónn á Pizza 67.“

Kristján var spurður út í framhaldið og hvort næstu leikir væru hans síðustu sem þjálfari ÍBV. „Það veit ég ekki. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun í því sambandi. Við tölum bara saman ég og ráðið og við vitum nákvæmlega hvar hvor stendur. Það er samt nóg eftir af mótinu.“ Kristján var þá einfaldlega spurður hvort hann vildi vera áfram. „Nú bara ætla ég ekki að svara neinu meira, nema bara með helping hand þá getur vel verið að hérna... Sko! Það er þannig að það eru ansi margir sem hafa verið að tala um eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að tala um. Ég hlýt að vera að gera mjög gott starf hérna því það er allavega verið að sækja um starfið mitt. Ég hlýt að vera að gera svona góða hluti að það hlýtur að vera aðsóknarvert að komast í þetta starf.“ Aðspurður hvort hann finni fyrir samkeppni um starf sitt hjá ÍBV sagðist Kristján alveg geta jankað því.

Sjá viðtalið í heild í spilaranum!

Athugasemdir
banner