Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   sun 02. september 2018 16:38
Daníel Geir Moritz
Kristján Guðmunds: Menn hafa verið að sækja um starfið mitt
Shahab ekki í hóp vegna meiðsla
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Kristján finnur fyrir samkeppni um starf sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson var á heildina litið sáttur eftir 1-1 jafntefli í dag gegn Víkingi Reykjavík. Gestirnir komust yfir en ÍBV jafnaði og þar við sat.

„Við vorum bara óheppnir að vinna ekki. Ég get verið sáttur með að taka stig, það var í lagi á heildarstöðuna litið en við vorum óheppnir að klára ekki nokkur færi og vinna leikinn.“

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Víkingur R.

Athygli vakti að Shahab var ekki í leikmannahópi ÍBV en hann hefur verið að vinna á Pizza 67 í Eyjum. „Hann er bara helping hand á Pizza 67 en við vonumst til að fá hann inn í næsta leik. Þetta var bæði liðþófi og innra liðband en sennilega ekki það alvarlegt að við náum honum ekki inn fyrir Valsleikinn.“ Aðspurður hvot fjarvera Shahab væri eingöngu vegna meiðsla skellti Kristján upp úr. „Jájájá, það er ekki vegna þess að hann er þjónn á Pizza 67.“

Kristján var spurður út í framhaldið og hvort næstu leikir væru hans síðustu sem þjálfari ÍBV. „Það veit ég ekki. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun í því sambandi. Við tölum bara saman ég og ráðið og við vitum nákvæmlega hvar hvor stendur. Það er samt nóg eftir af mótinu.“ Kristján var þá einfaldlega spurður hvort hann vildi vera áfram. „Nú bara ætla ég ekki að svara neinu meira, nema bara með helping hand þá getur vel verið að hérna... Sko! Það er þannig að það eru ansi margir sem hafa verið að tala um eitthvað sem þeir eiga ekki að vera að tala um. Ég hlýt að vera að gera mjög gott starf hérna því það er allavega verið að sækja um starfið mitt. Ég hlýt að vera að gera svona góða hluti að það hlýtur að vera aðsóknarvert að komast í þetta starf.“ Aðspurður hvort hann finni fyrir samkeppni um starf sitt hjá ÍBV sagðist Kristján alveg geta jankað því.

Sjá viðtalið í heild í spilaranum!

Athugasemdir
banner
banner
banner