Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 05. október 2018 09:21
Arnar Daði Arnarsson
Gregg Ryder tekur við Þór (Staðfest)
Gregg Ryder er nýr þjálfari Þórs í Inkasso-deildinni.
Gregg Ryder er nýr þjálfari Þórs í Inkasso-deildinni.
Mynd: Þór
Bretinn, Gregg Ryder hefur skrifað undir samning við Þór um að taka við þjálfun liðsins í Inkasso deildinni.

Gregg Ryder tekur við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni sem stjórnað hefur Þór síðustu tvö tímabil. Gregg skrifaði undir tveggja ára samning við Þór.

Þórsarar enduðu með 43 stig í 3. sæti Inkasso-deildarinnar í sumar, fimm stigum á eftir ÍA og HK sem unnu sér sæti í Pepsi-deildinni að ári.

Gregg Ryder þjálfaði síðast Þrótt Reykjavík en hann hætti störfum um miðjan apríl mánuð rétt fyrir síðasta tímabil. Ástæðan var faglegur ágreiningur.

Af heimasíðu Þórs:

Knattspyrnudeild Þórs réð í dag Gregg Ryder sem þjálfara meistaraflokks karla og tekur hann við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni.

Gregg Ryder sem er einungis þrítugur að aldri hefur mikla reynslu af þjálfun en hann þjálfaði lið reykjavíkur Þróttara frá árinu 2013 en hann lét þar af störfum í vor. Þar áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar með meistaraflokk ÍBV en Ryder hafði einnig þjálfað 2. flokk ÍBV sem og fleiri yngri flokka félagsins. Gregg Ryder lærði þjálfun og viðskiptafræði í Bandaríkjunum. Knattspyrnudeild gerði tveggja ára samning við Gregg.

Bjóðum Gregg velkominn til Þórs í von um að á Akureyri og í Þorpinu bíði hans góðir tímar á komandi árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner