Daniel Kindberg, fyrrum stjórnarformaður sænska félagsins Östersund, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjárglæpi.
Talað var um Kindberg sem manninn á bak við mikla upprisu Östersund í fótboltanum.
Nú hefur komið í ljós að með klókindum setti hann peninga skattgreiðenda inn í félagið í gegnum þrjú fyrirtæki, þar á meðal húsnæðisfyrirtæki sveitafélagsins þar sem hann var framkvæmdastjóri.
Talað var um Kindberg sem manninn á bak við mikla upprisu Östersund í fótboltanum.
Nú hefur komið í ljós að með klókindum setti hann peninga skattgreiðenda inn í félagið í gegnum þrjú fyrirtæki, þar á meðal húsnæðisfyrirtæki sveitafélagsins þar sem hann var framkvæmdastjóri.
Undir formennsku Kindberg komst Östersund upp í efstu deild og vann sænska bikarinn 2017, undir stjórn Graham Potter sem nú er stjóri Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Östersund komst í Evrópudeildina þar sem liðið komst í útsláttarkeppnina en féll úr leik gegn Arsenal þrátt fyrir að hafa unnið útileikinn á Emirates 2-1.
Östersund hafnaði í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir