Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. október 2006 16:29
Magnús Már Einarsson
Lið ársins í 1.deild 2006
Nú síðdegis var lið ársins í 1.deild karla opinberað á Broadway, Hótel Íslandi. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins auk efnilegasta leikmanninum.




Markvörður:
Gunnleifur Gunnleifsson (HK) - Var einnig í liði ársins 2003 og 2004

Varnarmenn:
Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Eggert Stefánsson (Fram),
Eysteinn Pétur Lárusson (Þróttur R.), - Var einnig í liði ársins 2004
Frank Posch (Fram).

Miðjumenn:
Ómar Hákonarson (Fjölnir)
Jónas Grani Garðarsson (Fram),
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Jón Þorgrímur Stefánsson (HK)

Sóknarmenn:
Helgi Sigurðsson (Fram)
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)



Varamannabekkur:
Gunnar Sigurðsson (Fram), markvörður
Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur), varnarmaður
Ingvar Þór Ólason (Fram), miðjumaður
Pétur Georg Markan (Fjölnir), miðjumaður
Hreinn Hringsson (KA), sóknarmaður

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Gunnar Sigurðsson (Fram), Ólafur Þór Gunnarsson (Þróttur), Einar Hjörleifsson (Víkingur Ó.), Matus Sandor (KA),Ögmundur Rúnarsson (Fjölnir), Hannes Þór Halldórsson (Stjarnan).
Varnarmenn: Valdimar Kristófersson (Stjarnan), Dalibor Nedic (Víkingur Ó.), Ásgrímur Albertsson (HK), Hermann Geir Þórsson (HK), Steinarr Guðmundsson (Leiknir R.), Elínbergur Sveinsson (Víkingur Ó.), Jóhann Björnsson (HK), Heiðar Geir Júlíusson (Fram), Haukur Gunnarsson (Leiknir R.), Albert Högni Arason (Haukar), Einar Markús Einarsson (Fjölnir), Kristján Hauksson (Fram), Davíð Magnússon (HK), Daníel Laxdal (Stjarnan), Jón Orri Ólafsson (Fram), Birkir Pálsson (Þróttur), Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson (KA), Janez Vrenko (KA), Hlynur Birgisson (Þór).
Miðjumenn: Þórhallur Hinriksson (Þróttur), Viðar Guðjónsson (Fram), Hörður Már Magnússon (HK), Finnur Ólafsson (HK), Finnbogi Llorens (HK), Daði Guðmundsson (Fram), Sigurður Sæberg Þorsteinsson (HK), Arnljótur Ástvaldsson (Þróttur), Sveinn Elías Jónsson (KA), Jeton Gorgaj (Leiknir), Ólafur Júlíusson (HK), Theódór Óskarsson (HK), Magnús Már Lúðvíksson (Þróttur), Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir), Sinisa Kekic (Þróttur), Kristján Ómar Björnsson (Haukar), Goran Lukic (Stjarnan).
Sóknarmenn: Hreinn Hringsson (KA), Ibra Jagne (Þór), Jónmundur Grétarsson (Haukar).




Þjálfari ársins: Ásmundur Arnarsson, Fjölnir
Ásmundur Arnarsson er þjálfari ársins en hann stýrði Fjölnismönnum í þriðja sætið í ár. Ásmundur var að þjálfa Fjölni annað árið í röð en áður var hann spilandi þjálfari hjá Völsungi á Húsavík. Fjölnismenn voru í baráttunni um sæti í Landsbankadeildinni þar til í síðustu umferð í sumar og Ásmundur er að gera góða hluti í Grafarvoginum.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Gunnar Guðmundsson (HK), Ásgeir Elíasson (Fram), Ejub Purisevic (Víkingur Ólafsvík)

Leikmaður ársins: Helgi Sigurðsson, Fram
Helgi kom heim úr atvinnumennsku síðastliðið haust eftir að hafa síðast leikið á Íslandi 1997. Hann ákvað að ganga til liðs við sitt gamla félag Fram og hann reyndist liðinu dýrmætur í fyrstu deildinni í sumar. Helgi endaði sem markahæsti maður deildarinnar með þrettán mörk, fjórum mörkum meira en næsti maður og auk þess lagði hann upp fjölda marka. Hann var einu atkvæði frá því að fá fullt hús stiga í liði ársins og þá fékk hann yfirburðakosningu í vali á besta leikmanninum.

Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir), Sigurður Sæberg Þorsteinsson (HK), Gunnleifur Gunnleifsson (HK), Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur), Jónas Grani Garðarsson (Fram).

Efnilegasti leikmaðurinn: Guðjón Baldvinsson, Stjarnan
Guðjón Baldvinsson skoraði sjö mörk í sextán leikjum fyrir Stjörnuna eftir að hafa byrjað mótið heldur rólega. Í fyrra var Guðjón valinn bæði besti og efnilegasti leikmaðurinn í annarri deild karla þar sem hann var einnig markakóngur deildarinnar. Guðjón hefur farið til erlendra liða á reynslu og þá var hann valinn í U-21 árs landsliðið á árinu og spilaði leiki með því. Spennandi verður að fylgjast með honum á næstunni en þessa dagana er hann til reynslu hjá norska liðinu Lilleström.

Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir), Rafn Andri Haraldsson (Þróttur), Sveinn Elías Jónsson (KA), Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur).



Ýmsir molar:

  • Allir nema einn völdu Helga Sigurðsson sóknarmann Fram í lið ársins. Hann fékk 17 atkvæði en gat fengið 18.


  • Enginn úr liði ársins í fyrra fékk atkvæði í ár enda léku allir leikmennirnir sem voru í liðinu í fyrra í Landsbankadeildinni í ár, fyrir utan Hans Fróða Hansen sem lék í Færeyjum.


  • Sjö markmenn fengu atkvæði í lið ársins og því eiga 70% liðanna í deildinni markvörð sem fékk atkvæði þar.


  • Öll liðin í deildinni áttu varnarmann sem fékk atkvæði í liði ársins.


  • Sjö miðjumenn úr herbúðum HK fengu atkvæði en Jón Þorgrímur Stefánsson var sá eini sem komst í liðið..




Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 1.deildinni

Smellið hér til að sjá lið ársins í 1.deild 2005

Smellið hér til að sjá tölfræðiupplýsingar úr deildinni
Athugasemdir
banner
banner