Hinn 33 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang hefur aðeins komið við sögu í þremur af síðustu fimm leikjum Chelsea og þar af bara einu sinni verið í byrjunarliðinu.
Hann hefur aðeins skorað eitt mark í átta leikjum síðan hann kom til félagsins frá Barcelona.
Jamie Redknapp sérfræðingur hjá Sky Sports segir að Aubameyang sé ekki sá rétti fyrir Chelsea.
„Hann var ekki svarið fyrir Arsenal svo hann verður ekki svarið núna fyrir Chelsea. Hann er orðinn eldri, hann er ekki sá leikmaður sem hann var," sagði Redknap.
Jimmy Floyd Hasselbaink fyrrum leikmaður Chelsea var í settinu á Sky Sports.
„Það eru ekki bara framherjar sem skora, einnig miðjumenn sem skora og búa til mörk, jafnvel varnarmenn. Hversu mörg mörk hafa miðjumennirnir skorað? Þetta eru ekki bara framherjarnir," sagði Hasselbaink.