Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
banner
   fim 01. febrúar 2018 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Kristó: Óska Binna góðs gengis í Færeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R., segir sína menn ekki hafa verið tilbúna í leikinn gegn Fjölni fyrr í kvöld.

Fjölnir valtaði yfir Leikni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins með fimm mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  0 Leiknir R.

„Það var heldur betur ströggl og Fjölnisliðið var hrikalega sprækt og við áttum ekki breik," sagði Kristó að leikslokum.

„Þeir sýndu meiri hungur og vilja. Við vorum kannski ekki nógu mótiveraðir í þetta."

Kristó hrósaði ungu strákunum hjá Fjölni og sagðist þekkja til gæða þeirra af eigin reynslu frá tíma sínum hjá Fjölni fyrir fjórum árum.

Hann telur sig vanta nokkra leikmenn í hópinn eftir að hafa misst lykilmenn eftir síðasta tímabil.

„Staðan er svolítið snúin. VIð erum búnir að missa hrygginn okkar. Það er Dóri, Binni er væntanlega að fara til Færeyja, Raggi og Kolli. Þarna ertu með fjóra gaura sem spiluðu lungað af leikjunum í fyrra.

„Það sem pirrar mig mest er þetta Reykjavíkurmót. Við þurfum að vera með alla löglega á meðan við erum að horfa á liðin í kringum okkur taka gaura á prufur, sem er það sem við þyrftum að gera núna.

„Það er Ameríkani, hafsent, hjá okkur, það er að koma Dani á laugardaginn og það verður eitthvað meira, við þurfum að stækka aðeins hópinn hjá okkur. Hópurinn er mjög ungur eins og sást í dag, mikið af strákum sem eru jafnvel á fyrra ári í 2. flokk."


Brynjar Hlöðversson, lykilmaður hjá Leikni, mun líklega spila í Færeyjum næsta sumar og óskar Kristó honum góðs gengis. Brynjar er á leið til HB en Heimir Guðjónsson tók við liðinu í vetur.

„Það bendir allt til þess að hann sé að fara til Færeyja og ég get ekki annað en óskað honum góðs gengis þar. Stórkostlegur maður hann Binni Hlö."
Athugasemdir
banner