Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. febrúar 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen borgar 15 milljónir fyrir Tapsoba (Staðfest)
Tapsoba gegn Alexandre Lacazette í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Tapsoba gegn Alexandre Lacazette í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen lánaði miðvörðinn unga Panagiotis Retsos til Sheffield United í gærkvöldi. Seinna um kvöldið staðfesti félagið komu Edmond Tapsoba frá Vitoria Guimaraes í Portúgal.

Tapsoba, sem verður 21 árs á morgun, er hávaxinn miðvörður sem á 8 leiki að baki fyrir landslið Búrkína Fasó.

Tapsoba skoraði sjö mörk í 30 leikjum fyrir varalið Guimaraes og var færður í aðalliðið, þar sem hann gerði fjögur mörk í 16 leikjum í efstu deild.

Leverkusen greiðir 15 milljónir evra fyrir Tapsoba sem skoraði einnig þrjú mörk í sex leikjum í undankeppni Evrópudeildarinnar síðasta haust.

Bayer Leverkusen er búið að vinna þrjá leiki í röð og situr í fimmta sæti þýsku deildarinnar, sex stigum frá toppnum.

Tapsoba mun berjast við menn á borð við Aleksandar Dragovic, Jonathan Tah og Sven Bender um byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner