Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 01. mars 2020 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Calvert-Lewin: Skelfileg ákvörðun - Boltinn breytir um stefnu
Dominic Calvert-Lewin skoraði eina mark Everton í 1-1 jafntefli gegn Manchester United í dag.

Sóknarmaðurinn hélt hann hefði gert sigurmarkið í uppbótartíma en markið ekki dæmt gilt eftir að hafa verið endurskoðað með VAR.

Gylfi Þór Sigurðsson var flautaður rangstæður þar sem hann lá í vítateignum. Calvert-Lewin skoðaði endursýningu af atvikinu eftir lokaflautið og tjáði skoðun sína í beinni útsendingu á Sky Sports.

„Þetta er skelfileg ákvörðun, guð minn góður. Hann er ekki einu sinni að trufla sjónlínu markvarðarins," sagði Calvert-Lewin.

„Ég var ekki viss þegar þetta gerðist en eftir að hafa séð endursýningar þá finnst mér ekki eins og Gylfi trufli sjónlínuna.

„Hann er í rangstöðu, það er rétt, en boltinn fer af varnarmanni og breytir um stefnu. Þessi stefnubreyting tekur markvörðinn úr jafnvægi, hann er aldrei að fara að verja þennan bolta."


Everton er fimm stigum frá Man Utd í Evrópusæti eftir jafnteflið.

Calvert-Lewin hefur verið funheitur upp á síðkastið og er búinn að skora fimm mörk í síðustu sex leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner