Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 01. apríl 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Danir á flugi í aðdraganda Evrópumótsins - Ævintýri í uppsiglingu?
Danska liðið mætir á flugi.
Danska liðið mætir á flugi.
Mynd: Getty Images
Belgar eru taldir sigurstranglegastir.
Belgar eru taldir sigurstranglegastir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guardian er með sérstaka kraftröðun (e. Power Rankings) á þátttökuþjóðir Evrópumótsins en Belgar eru þar taldir sigurstranglegastir miðað við núverandi form.

Nýr listi var birtur í morgun en talsverðar breytingar eru á honum frá listanum sem opinberaður var síðasta föstudag.

Danmörk var í níunda sæti en eftir frábæran landsliðsglugga er liðið skyndilega komið upp í annað sætið.

„Allt sem Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari gerir svínvirkar," segir í umsögninni um danska liðið en það vann 4-0 sigur gegn Austurríki í gær.

Eftir tap Þýskalands gegn Norður-Makedóníu í gær fellur þýska liðið úr öðru sæti listans yfir i það áttunda!

Kraftröðun Guardian fyrir EM:
1) Belgía
2) Danmörk
3) Ítalía
4) England
5) Frakkland
6) Spánn
7) Portúgal
8) Þýskaland
9) Tyrkland
10) Sviss
11) Svíþjóð
12) Wales
13) Holland
14) Pólland
15) Króatía
16) Tékkland
17) Ungverjaland
18) Norður-Makedónía
19) Slóvakía
20) Skotland
21) Austurríki
22) Rússland
23) Úkraína
24) Finnland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner