Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   sun 01. maí 2016 13:41
Magnús Már Einarsson
ÍBV með minnismerki um Abel á búningunum
Mynd: ÍBV
ÍBV mun leika með minnismerki um Abel Dhaira á búningum sínum í sumar eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.

Abel lést í mars eftir baráttu við krabbamein en hann hefur verið markvörður ÍBV undanfarin ár.

ÍBV fékk leyfi frá KSÍ til að setja merkið, Abel Dhaira #1, á búninginn fyrir Pepsi-deildina 2016.

Eyjamenn verða með merkið á búningnum í fyrsta skipti í dag þegar ÍA kemur í heimsókn á Hásteinsvöll klukkan 17:00.

„ÍBV þakkar KSÍ fyrir skilning og stuðning á aðstæðum. Fyrir leikinn í dag verður stund til minningar um Abel sem og fyrrverandi stjórnarmann knattspyrnuráðs ÍBV, Eggert Garðarsson, sem lést snemma á árinu," segir í tilkynningu frá ÍBV.

Í dag
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)
Athugasemdir
banner