Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   lau 01. júní 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði sjötta leik sínum í Bestu deildinni í sumar þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Þetta var ekki leikur sem við áttum að tapa en því miður er þetta búið að gerast nokkrum sinnum í sumar. Við erum svekktir og fannst við eiga meira skilið. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, þrjú mörk í fyrri hálfleik og fimm mörk í síðasta leik. Það er eitthvað sem strákarnir þurfa að fara að skilja ef við ætlum að fara vinna fótboltaleiki og safna stigum þá verðum við að fara verjast betur," sagði Haddi.

„Við vitum alveg hvað vandamálið er. Við ætlum að gera þetta saman og ég sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því," sagði Haddi.

Hvað þarf að laga?

„Við þurfum að laga varnarleikinn. Það skiptir engu máli í hvaða kerfi þú ert eða hverja þú lætur byrja eða hverjir eru á bekknum ef þú sinnir ekki grunnatriðum. Við þurfum virkilega að hugsa 'Hvernig get ég komið í veg fyrir mörk'. 'Er ég að klára manninn minn?', 'Er ég að hlaupa alla leið heim?', 'Er ég að sjá hlutina áður en þeir gerast eða er ég að breðgast við eftir á?'," sagði Haddi.

„Það er engin tilviljun að við erum að fá á okkur fjölda marka. Nú höfum við tólf daga áður en við förum í leikinn á móti Fram. Við erum búnir að tala um að bikarinn getur verið gulrót fyrir okkur, okkur langar langt þar og við eigum góðan séns á heimavelli. Svo er staðan sú að við erum í botnbaráttu punktur, það þýðir ekki að spá í neinu öðru. Við þurfum að fara gera okkar hluti betur, við erum með það gott lið svo ef við gerum það þá munu stigin koma."


Athugasemdir
banner