Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   lau 01. júní 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði sjötta leik sínum í Bestu deildinni í sumar þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Þetta var ekki leikur sem við áttum að tapa en því miður er þetta búið að gerast nokkrum sinnum í sumar. Við erum svekktir og fannst við eiga meira skilið. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, þrjú mörk í fyrri hálfleik og fimm mörk í síðasta leik. Það er eitthvað sem strákarnir þurfa að fara að skilja ef við ætlum að fara vinna fótboltaleiki og safna stigum þá verðum við að fara verjast betur," sagði Haddi.

„Við vitum alveg hvað vandamálið er. Við ætlum að gera þetta saman og ég sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því," sagði Haddi.

Hvað þarf að laga?

„Við þurfum að laga varnarleikinn. Það skiptir engu máli í hvaða kerfi þú ert eða hverja þú lætur byrja eða hverjir eru á bekknum ef þú sinnir ekki grunnatriðum. Við þurfum virkilega að hugsa 'Hvernig get ég komið í veg fyrir mörk'. 'Er ég að klára manninn minn?', 'Er ég að hlaupa alla leið heim?', 'Er ég að sjá hlutina áður en þeir gerast eða er ég að breðgast við eftir á?'," sagði Haddi.

„Það er engin tilviljun að við erum að fá á okkur fjölda marka. Nú höfum við tólf daga áður en við förum í leikinn á móti Fram. Við erum búnir að tala um að bikarinn getur verið gulrót fyrir okkur, okkur langar langt þar og við eigum góðan séns á heimavelli. Svo er staðan sú að við erum í botnbaráttu punktur, það þýðir ekki að spá í neinu öðru. Við þurfum að fara gera okkar hluti betur, við erum með það gott lið svo ef við gerum það þá munu stigin koma."


Athugasemdir
banner
banner