Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 01. júní 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði sjötta leik sínum í Bestu deildinni í sumar þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Þetta var ekki leikur sem við áttum að tapa en því miður er þetta búið að gerast nokkrum sinnum í sumar. Við erum svekktir og fannst við eiga meira skilið. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, þrjú mörk í fyrri hálfleik og fimm mörk í síðasta leik. Það er eitthvað sem strákarnir þurfa að fara að skilja ef við ætlum að fara vinna fótboltaleiki og safna stigum þá verðum við að fara verjast betur," sagði Haddi.

„Við vitum alveg hvað vandamálið er. Við ætlum að gera þetta saman og ég sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því," sagði Haddi.

Hvað þarf að laga?

„Við þurfum að laga varnarleikinn. Það skiptir engu máli í hvaða kerfi þú ert eða hverja þú lætur byrja eða hverjir eru á bekknum ef þú sinnir ekki grunnatriðum. Við þurfum virkilega að hugsa 'Hvernig get ég komið í veg fyrir mörk'. 'Er ég að klára manninn minn?', 'Er ég að hlaupa alla leið heim?', 'Er ég að sjá hlutina áður en þeir gerast eða er ég að breðgast við eftir á?'," sagði Haddi.

„Það er engin tilviljun að við erum að fá á okkur fjölda marka. Nú höfum við tólf daga áður en við förum í leikinn á móti Fram. Við erum búnir að tala um að bikarinn getur verið gulrót fyrir okkur, okkur langar langt þar og við eigum góðan séns á heimavelli. Svo er staðan sú að við erum í botnbaráttu punktur, það þýðir ekki að spá í neinu öðru. Við þurfum að fara gera okkar hluti betur, við erum með það gott lið svo ef við gerum það þá munu stigin koma."


Athugasemdir
banner
banner