Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 01. ágúst 2020 17:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvernig ganga hlutirnir fyrir sig í Danmörku, Noregi og Svíþjóð?
Er hægt fyrir íslensku félögin að nýta þær leiðir sem félög á Norðurlöndunum fara?
Er hægt fyrir íslensku félögin að nýta þær leiðir sem félög á Norðurlöndunum fara?
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson leikmaður OB í Danmörku.
Aron Elís Þrándarson leikmaður OB í Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted leikmaður Bodö/Glimt í Noregi.
Alfons Sampsted leikmaður Bodö/Glimt í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Uppsala í Svíþjóð.
Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Uppsala í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikið fyrir luktum dyrum?
Leikið fyrir luktum dyrum?
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Íslenski fótboltinn er kominn í smá hlé vegna uppsveiflu í fjölda COVID-19 smita hér á landi. Á föstudag var tilkynnt um að engar æfingar og kappleikir yrðu hjá meistaraflokkum til 13. ágúst en áður hafði KSÍ ákveðið að fresta öllum leikjum frá og með föstudeginum 31. júlí til fimmta agúst.

Tveggja metra viðmiðið er aftur orðin að reglu og nú mega einungis að hámarki 100 manns koma saman í stað 500 eins og að undanförnu. Nýjustu fréttir frá KSÍ eru þær að fundað verði með yfirvöldum eftir helgina.

Í Pepsi Max-deild karla eru flest lið búin að spila níu leiki en Stjarnan hefur spilað fæsta leiki, sex talsins vegna þess að liðið fór í sóttkví og þremur leikjum þess var frestað. Kvennamegin eru flest lið buin að leika átta leiki. Alls eru átján leikir kvennamegin og 22 karlamegin. Stjarnan karlamegin á því eftir að leika fimm leiki til þess að vera búin með helmgin af mótinu. Íslandsmótið var sett upp á þann veg að Pepsi Max-deild karla lyki þann 31. október sem óvíst er hvort takist.

Til að fræðast um stöðuna á Norðurlöndunum hafði fréttaritari samband við aðila þar og spurði út í hvernig ferlið væri í kringum knattspyrnuleiki í viðkomandi löndum. Leikmenn í efstu deildum á Norðurlöndum eru atvinnumenn í sínu fagi og eru því ekki í annarri dagvinnu eins og einhverjir leikmenn á Íslandi en samt sem áður áhugavert að sjá hvernig farið er að.

Viðmælendur voru þau Aron Elís Þrándarson (leikmaður OB í Danmörku), Alfons Sampsted (leikmaður Bodö/Glimt í Noregi) og Anna Rakel Pétursdóttir (leikmaður Uppsala í Svíþjóð).

Eru áhorfendur leyfðir á knattspyrnuleikjum?
1. Danska Superliga, efsta deild, var að klárast á dögunum og þar var upphaflega leikið fyrir luktum dyrum en hægt og rólega máttu fleiri og fleiri mæta á völlinn, því stærri sem leikvangarnir eru því fleiri mega mæta (4000-8000 manns). Miðað er við að eitt autt sæti sé á milli allra áhorfenda.

2. Í norsku efstu deild, Eliteserien, mega að hámarki 200 áhorfendur mæta á leiki, sama hversu stórir leikvangarnir eru. Eliteserien er í fullum gangi.

3. Í sænsku Damallsvenskan, efstu deild kvennamegin, mega einungis starfsmenn félaganna mæta á leikina - engir áhorfendur eru leyfðir. Svíar fóru, eins og margir þekkja, sína eigin leið í baráttu sinni við faraldurinn og leituðust eftir hjarðónæmi, öllu haldið opnu. Því er kannski erfitt að sjá Íslendinga fara sömu leið og Svíar varðandi fótboltann. Tímabilið í Svíþjóð er í fullum gangi. Rakel segir þá að mögulega gætu áhorfendur mætt í september.

Hvernig eiga leikmenn að haga sér milli æfinga og leikja?
1. Í Danmörku er mælt með því við leikmenn að stórir viðburðir séu ekki sóttir en leikmönnum er ekki bannað neitt, það er hægt að lifa lífinu á hefðbundinn hátt í þeim skilningi. Gamla góða skynsemin.

2. Það voru hömlur á því hvað leikmenn máttu gera í Noregi, sem búið er að aflétta. Þá áttum við einungis að vera í kringum liðsfélaga eða fjölskyldu. Nú á að láta skynsemina ráða en leyfilegt er að fara út að borða og slíkt.

3. Í Svíþjóð er allt opið og leikmenn mega gera það sem þeir vilja. Það er samt ekki mælt með að leikmenn ferðist með lestum og slíkt.

Hvernig er fylgst með hvort leikmaður sé mögulega smitaður?
1. Leikmenn eru prófaðir einu sinni í viku, í upphafi hverrar viku. Einungis þeir leikmenn sem fara í próf mega æfa.

2. Leikmenn í Noregi eru hitamældir á hverjum degi og þurfa að svara spurningalista þar sem líðan leikmanna er skoðun og hvort leikmaður finndi fyrir veirueinkennum. Um leið og einhver einkenni koma upp eru leikmenn prófaðir og eru utan hópsins þar til niðurstaða liggur fyrir. Sama á við um ef einhver í kringum leikmann sem smitast, þá þarf að fara í skoðun.

3. Á leikdegi þurfa leikmenn að skila inn útfylltu blaði með líkamshita og hvort leikmaður finni fyrir einhverjum einkennum. Ef hitinn er yfir 37,5° þá þarf að hitta lækni sem svo ákveður hvort leikmaður megi vera í leikmannhópi. Enginn í liði Uppsala hefur greinst með veiruna og þjálfari liðsins er harður á því ef einkenni koma upp þá fái leikmaður ekki að taka þátt í æfingu liðsins þann daginn og næstu tvo daga.

Hvað gerist ef leikmaður smitast?
1. Orri Rafn Sigurðarson, knattspyrnuáhugamaður og kappleikjalýsir fyrir Viaplay í Danmörku segir frá: Fyrir tveimur vikum síðan greindist leikmaður AGF með veiruna og AGF átti leik um kvöldið. Sá leikur fór fram og sá sýkti fór í tveggja leikja sóttkví. Í þriðja leiknum var hann svo mættur upp í stúku sem áhorfandi. Aron Elís segir: Smit voru tækluð eins og meiðsli, sá smitaði var því frá þar til prófanir sýndu neikvæðar niðurstöður.

2. Alfons sagðist ekki hafa orðið var við að leikmaður í deildinni hafi smitast og því var hann ekki alveg viss hvernig það yrði tæklað. Hann sagði þá að hann hafi heyrt að ef það verði smit innan félagsins þá fari allir um leið í sóttkví og verði prófaðir fyrir veirunni. Hann hafði ekki heyrt hvort að leikmenn liðsins sem Bodö/Glimt mætti síðast færu einnig í próf við veirunni.

3. Rakel sagði að smit hefði ekki komið upp hjá hennar liði og því óviss með hvernig slíkt yrði tæklað.

Jákvæðni með að fótboltinn sé í gangi
Alfons var á því að umtalið væri á þann veg að mikil jákvæðni væri í norska þjóðfélaginu um að knattspyrnuleikir færu fram og gleði með að þessi sjónvarpsafþreying væri til staðar og fólk þá í staðinn í ákveðinni sátt með að geta ekki mætt á völlinn.

Alfons segir þá frá því að hann finni ekki fyrir æfingaleikja tilfinningu þrátt fyrir að einungis 200 manns horfi á leikina úr stúkunni.
Íslenski boltinn í limbói vegna veirunnar - Klárum þetta mót!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner