fim 01. september 2022 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvöldvaktin
Gluggakvöldvaktin Í BEINNI - Glugganum lokað 22
Mynd: Fótbolti.net/Getty Images
Fótbolti.net fylgist með öllu því helsta sem gerist á gluggadeginum í beinni textalýsingu. Glugganum verður lokað klukkan 22:00 í ensku úrvalsdeildinni.

Hér koma inn allar helstu slúðursögurnar sem eru í gangi, staðfestar fréttir og ýmsar vangaveltur.

Sjá einnig:
Gluggadagvaktin - Tíðindi og slúður dagsins

Það allra helsta á gluggadeginum:
Willy Boly sá nítjándi sem Forest fær í sumar (Staðfest)
Wout Faes til Leicester (Staðfest)
Akanji orðinn leikmaður Man City (Staðfest)
Man Utd kynnir Antony formlega (Staðfest)
Alfreð orðinn leikmaður Lyngby (Staðfest)
Man Utd fær Dubravka (Staðfest)
Willian til Fulham (Staðfest)
Arthur í Liverpool (Staðfest)
James Garner til Everton (Staðfest)
Aubameyang kominn til Chelsea (Staðfest)
Daniel James farinn til Fulham (Staðfest)
Willy Gnonto til Leeds (Staðfest)


22:00
Það er ýmislegt sem á eftir að staðfesta, til að mynda bæði Aubameyang og Zakaria til Chelsea. Það er eflaust búið að senda inn þessi skjöl.

Við munum halda áfram að birta fréttir á síðunni fram eftir kvöldi og á morgun. Endilega haldið áfram að fylgjast með, en þessari lýsingu hér er lokið.

Við þökkum fyrir samfylgdina í dag!



Eyða Breyta
22:00
FÉLAGASKIPTAGLUGGINN ER LOKAÐUR

Eyða Breyta
21:59


Eyða Breyta
21:51
Andre Gomes er farinn til Lille á láni frá Everton (Staðfest)



Eyða Breyta
21:50
Birmingham var að kaupa kantmanninn Tahith Chong frá Manchester United fyrir 1,5 milljón punda. Hann var á láni hjá Birmingham á síðustu leiktíð.



Eyða Breyta
21:49
Billy Gilmour stóðst læknisskoðun hjá Brighton og von er á tilkynningu hvað úr hverju.



Eyða Breyta
21:48
Talandi um Fulham. Þeir voru að fá sóknarmanninn Carlos Vincius frá Benfica.



Eyða Breyta
21:45
Daniel James er búinn í læknisskoðun og verður leikmaður Fulham. Á meðan er Leeds að vinna í því að fá inn leikmann en spurning hvort það takist.



Eyða Breyta
21:43
Hvernig var þessi gæi bara enn hjá Chelsea árið 2022???



Eyða Breyta
21:40


Eyða Breyta
21:34
Það er tæpur hálftími eftir af glugganum en félög geta enn gengið frá félagaskiptum eftir klukkan 22 svo lengi sem þau skila réttum gögnum inn í tæka tíð.

Eyða Breyta
21:25
Samkvæmt skjali á vefsíðu Juventus þá mun Liverpool borga 4,5 milljónir evra í lánsgjald fyrir Arthur og eiga svo möguleika á því að kaupa hann fyrir 37,5 milljónir evra næsta sumar.



Eyða Breyta
21:23
Skrítinn gluggadagur hjá Bamba
Núna segja fjölmiðlar í Frakklandi að Bamba Dieng hafi fallið á læknisskoðun hjá Nice.

Mjög skrítinn gluggadagur hjá honum. Var á leið til Leeds en skipti um skoðun á flugvellinum og flaug til Nice. Hann er svo sagður hafa fallið á læknisskoðun og verður því líklega áfram hjá Marseille.



Eyða Breyta
21:22


Eyða Breyta
21:20
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var niðurlútur í viðtali eftir Manchester United í kvöld. Hann talaði um það í viðtalinu að hann sé svekktur með að hafa ekki fengið stuðning á leikmannamarkaðnum í sumar.



Eyða Breyta
21:17
Núna var Southampton að kaupa Juan Larios frá Manchester City fyrir 6 milljónir punda. Hann er 19 ára gamall vinstri bakvörður.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Dýrlingarnir fá frá City í sumar en Joe Shields, sem áður fyrr sá um að fá unga leikmenn til City, sér núna um leikmannamálin hjá Southampton. Hann hefur mikið verið að leita til sinna fyrrum vinnuveitenda.



Eyða Breyta
21:17
Everton staðfestir komu miðjumannsins James Garner frá Manchester United fyrir 15 milljónir punda.



Eyða Breyta
21:13


Eyða Breyta
21:11
Skilaboðin eru skýr: Aston Villa ætlar ekki að selja Douglas Luiz í dag.



Eyða Breyta
21:10
Arthur fær treyju númer 29 hjá Liverpool. Dominic Solanke var síðast með það númer hjá félaginu.




Eyða Breyta
21:06
Memphis segist ekki vera að fara neitt. Hann verður áfram í Barcelona.



Eyða Breyta
21:01
Arthur segir að það sé draumur að ganga í raðir Liverpool. Hann ætlar að gefa allt sitt fyrir þetta risastóra félag.

Eyða Breyta
21:01
(Staðfest)


Eyða Breyta
21:00
ÞAÐ ER KLUKKUTÍMI EFTIR

Eyða Breyta
20:59
Ég held að það sé alveg hægt að útiloka Douglas Luiz í Arsenal. Villa var að hafna þriðja tilboðinu upp á 25 milljónir punda.

Hann verður samningslaus næsta sumar.



Eyða Breyta
20:57
Arthur, ert þetta þú?



Eyða Breyta
20:54
ÞEIR ERU EKKI HÆTTIR
Forest er að fá varnarmanninn Loïc Badé á láni frá Rennes í Frakklandi. Nýliðarnir eru ótrúlegir, þeir hætta bara ekki að fá inn leikmenn.

Svo er Michy Batshuayi að lenda líka.



Eyða Breyta
20:53


Eyða Breyta
20:53
Leikur Manchester United og Leicester var að klárast. Þar var það Jadon Sancho sem gerði sigurmarkið, lokatölur 1-0 fyrir United.



Eyða Breyta
20:43


Eyða Breyta
20:38
Danski sóknarmaðurinn Kasper Dolberg gekk í raðir Sevilla fyrr í dag. Hann verður númer fimm... mjög skrítið númer fyrir sóknarmann.



Eyða Breyta
20:33
Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi og Villarreal á Spáni reyndu að fá Max Aaron, hægri bakvörð Norwich, á láni en hann mun leika áfram með Kanarífuglunum í Championship-deildinni.



Eyða Breyta
20:26
Southampton var að ganga frá kaupum á Sam Edozie, ungum leikmanni frá Manchester City, fyrir allt að tíu milljónir punda.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Dýrlingarnir fá frá City í sumar en Joe Shields, sem áður fyrr sá um að fá unga leikmenn til City, sér núna um leikmannamálin hjá Southampton.



Eyða Breyta
20:25
Hægri bakvörðurinn Serge Aurier er búinn að ganga frá samningi við Nottingham Forest en það er spurning hvort hann fái atvinnuleyfi á Englandi. Hann spilaði áður fyrr í landinu en reglurnar eru orðnar strangar eftir Brexit.



Eyða Breyta
20:22
Einn og hálfur tími í gluggalok

Eyða Breyta
20:21
Todd Boehly, eigandi Chelsea, er maður sem elskar að versla. Það er greinilegt. Hann er að sækja bæði Aubameyang og Zakaria fyrir gluggalok.



Eyða Breyta
20:17
Svo gott sem útilokað að Douglas Luiz verði leikmaður Arsenal eftir einhverja tvo tíma.

Eyða Breyta
20:09
Það er allt klappað og klárt með Denis Zakaria; hann verður leikmaður Chelsea. Það á bara eftir að tilkynna það opinberlega. Það er það sama með Arthur og Liverpool.

Eyða Breyta
20:08


Eyða Breyta
20:07
Danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite er búinn að gera þriggja ára samning við Espanyol. Hann rifti samningi sínum við Barcelona fyrr í dag.



Eyða Breyta
20:02
Það er ýmislegt sem á enn eftir að gerast áður en glugginn lokar.



Eyða Breyta
19:52
Maitland-Niles til Southampton (Staðfest)
Er ekki inn í myndinni hjá Arsenal og fer til Southampton á láni út leiktíðina. Dýrlingarnir eiga svo möguleika á því að kaupa hann.



Eyða Breyta
19:46
Wolves er að fá miðjumanninn Boubacar Traore á láni frá Metz. Eiga svo möguleika á því að kaupa hann fyrir 11 milljónir evra eftir leiktíðina.

Eyða Breyta
19:45
Brasilíumaðurinn Arthur hefur birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann kveðjur Juventus. Hann er að ganga í raðir Liverpool.



Eyða Breyta
19:40
Ungstirni frá Arsenal að nafni Miguel Azeez ákvað að skella sér til Ibiza. Örugglega hægt að eyða tímabilum á verri stað en það...



Eyða Breyta
19:39
Það er ekkert brjálæðislega mikið að gerast á gluggadeginum þessa stundina, en það voru risastórar fréttir að berast úr NBA-deildinni.

Donovan Mitchell til Cavs! Eins og þruma úr heiðskíru lofti segi ég bara.



Eyða Breyta
19:33
Það er einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester United er 1-0 yfir gegn Leicester þegar styttist í leikhlé. Jadon Sancho gerði markið sem skilur liðin að.



Eyða Breyta
19:31
Arsenal tilbúið að borga 25 milljónir punda
Arsenal er núna tilbúið að borga allt að 25 milljónir punda fyrir Douglas Luiz, miðjumann Aston Villa.

Villa er að hugsa sig um, en það er mjög lítill tími til stefnu. Ólíklegt að þetta gangi upp.



Eyða Breyta
19:27
Varðandi lánssamning Arthur þá mun Liverpool ekki eiga forkaupsrétt á honum eftir tímabilið, en enska úrvalsdeildarfélagið mun borga stærstan hluta launs hans á tímabilinu.

Það voru nokkur önnur félög sem höfðu áhuga, en leikmaður var heillaður af þeirri hugmynd að fara til Liverpool þar sem hann vill spila á sem hæstu stigi til að fara á HM með Brasilíu.



Eyða Breyta
19:22
Dest til Mílanó!
AC Milan var að staðfesta lánssamning við Sergino Dest, hægri bakvörð sem kemur frá Barcelona. Milan á svo möguleika á því að kaupa hann fyrir 20 milljónir evra eftir tímabilið.



Eyða Breyta
19:20


Eyða Breyta
19:15
Hann er mættur!



Eyða Breyta
19:10
Hægri bakvörðurinn Hector Bellerin er búinn að skrifa undir eins árs samning við Barcelona. Hann snýr aftur heim til Katalóníu eftir áratug hjá Arsenal.



Eyða Breyta
19:07
Það að Dendoncker sé mættur þýðir ekki endilega að Douglas Luiz sé á förum frá Aston Villa, en kannski?

Eyða Breyta
19:01
Aston Villa var að ganga frá kaupum á belgíska landsliðsmanninum Leander Dendoncker frá Úlfunum fyrir 13 milljónir punda.



Eyða Breyta
18:44
Paris Saint-Germain var að ganga frá kaupum á spænska miðjumanninum Carlos Soler. Hann kemur frá Valencia fyrir 17 milljónir evra.



Eyða Breyta
18:43


Eyða Breyta
18:41
Mögulegast opnast meira pláss núna fyrir Íslendingana hjá FC Kaupmannahöfn núna.



Eyða Breyta
18:41
Denis Zakaria mættur í læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Chelsea.



Eyða Breyta
18:38
Steve Bruce var að sækja leikmann. Martin Kelly, fyrrum leikmaður Liverpool og Crystal Palace, var að koma til West Brom á frjálsri sölu.



Eyða Breyta
18:37
Það stefnir allt í það að sóknarmaðurinn Ben Brereton Diaz verði áfram hjá Blackburn. Bæði Everton og Fulham lögðu fram 12 milljón punda tilboð í hann, en Blackburn vill fá 20 milljónir punda.



Eyða Breyta
18:30
Það hefur sést til Arthur á æfingasvæði Liverpool. Það er von á tilkynningu á næstunni.



Eyða Breyta
18:25
Sú kjaftasaga fór á kreik að Barcelona væri að reyna að kaupa Nakil Fekir frá Betis. Fabrizio Romano segir að sú saga sé hins vegar ekki sönn.



Eyða Breyta
18:16
FOREST ERU EKKI HÆTTIR!
Sóknarmaðurinn Michy Batshuayi er að ganga í raðir Nottingham Forest. Hann verður leikmaður númer 667 sem félagið kaupir í sumar.

Nei svona í alvöru, þeir eru búnir að kaupa meira en 20 leikmenn sem er rosalegt. Og þeir eru ekki alveg hættir ennþá. Batshuayi er að mæta á svæðið frá Chelsea.



Eyða Breyta
18:12
Samkvæmt FootMercato í Frakklandi þá hefur Jeremie Boga ákveðið að hafna Leicester og verður hann áfram hjá Atalanta.

Þetta er félagaskiptagluggi í ruslflokki hjá Leicester.



Eyða Breyta
18:11
Chelsea mun geta keypt Denis Zakaria á um 30 milljónir punda að þessu tímabili loknu.



Eyða Breyta
18:09
Varnarmaðurinn Ethan Ampadu er farinn til Spezia á láni frá Chelsea. Þótti eitt sinn MJÖG efnilegur en hann hefur ekki alveg náð að standa undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hans. Hann mun verja þessari leiktíð á Ítalíu.



Eyða Breyta
18:06
Það er núna búið að loka glugganum á Ítalíu, en það eru enn fjórir tímar til stefnu á Englandi.

Hvenær verður glugganum lokað?
16:00 Þýskaland
18:00 Ítalía
22:00 England
22:00 Spánn
22:00 Frakkland
23:00 Skotland

Eyða Breyta
17:57
Ekki oft sem maður sér þetta treyjunúmer; Draxler verður númer 93 hjá Benfica. Það er fæðingarár hans.



Eyða Breyta
17:53
Jæja, þetta er bara að gerast
Chelsea er að fá miðjumanninn sinn. Zakaria er að koma frá Juventus á láni. Þetta er fljótt að gerast. Leikmaðurin er á leið í læknisskoðun og verður svo leikmaður Chelsea síðar í kvöld.


Zakaria reynir að ná boltanum af Birki Bjarnasyni í leik með Sviss.

Eyða Breyta
17:33
Denis Zakaria er mjög áhugasamur um að fara til Juventus. Hann vonast til að ítalska félagið samþykki að lána sig út tímabilið.



Eyða Breyta
17:31
Everton er búið að blanda sér í baráttuna við Fulham um sóknarmanninn Ben Brereton Diaz. Hann verður samningslaus, en Blackburn - sem leikur í næst efstu deild Englands - vill ekki missa hann.

Það er talið að það þurfi 15-20 milljón punda tilboð svo Blackburn hugsi um að selja hann áður en glugginn lokar.



Eyða Breyta
17:29
Miðjumaðurinn Ilaix Moriba er farinn frá RB Leipzig til Valencia á láni (Staðfest)



Eyða Breyta
17:26
Harry Redknapp, gluggadagskóngurinn, er þessa stundina í skemmtilegu spjalli á BBC. Hann var að tala um það áðan að hann hafi verið nálægt því að fá Arsenal goðsögnina Patrick Vieira til Tottenham. Það hefði verið mjög áhugavert - svo ekki sé meira sagt - þar sem það er gríðarlegur rígur á milli þessara tveggja félaga.



Eyða Breyta
17:24
Miðjumaðurinn Arthur Melo er að gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool. Hann er að koma á láni frá Juventus.


Hann lék áður fyrr með Barcelona.

Eyða Breyta
17:19
Bournemouth er að skoða að fá kantmanninn Nathan Redmond frá Southampton. Félagið getur ekki fengið hann á láni þar sem miðvörðurinn Jack Stephens kom á láni til Bournemouth frá Southampton fyrr í dag.



Eyða Breyta
17:18
Einhverjar sögur um það að Barcelona sé að reyna að kaupa Bernardo Silva en það eru nákvæmlega ENGAR líkur á því að Manchester City fari að selja hann núna. ENGAR LÍKUR, ég lofa því.



Eyða Breyta
17:14
Julian Draxler var að ganga í raðir Benfica frá PSG á láni út tímabilið.

Var eitt sinn vonarstjarna en það hefur lítið ræst úr hans ferli.



Eyða Breyta
17:13
Billy Gilmour er annars á leið frá Chelsea til Brighton. Kaupverðið 9 milljónir punda fyrir þennan efnilega miðjumann.



Eyða Breyta
17:11
Chelsea er með alla anga úti og er búið að koma sér núna í samband við Juventus um svissneska miðjumannninn Denis Zakaria. Lundúnafélagið hefur áhuga á því að fá hann á láni.



Eyða Breyta
17:10
Barcelona vill losa sig við hollenska landsliðsmanninn Memphis Depay og það eru víst fjórir mögulegir áfangastaðir fyrir hann.

Chelsea
Sevilla
Real Sociedad
Marseille




Eyða Breyta
16:52
Sterling frá Chelsea til Stoke
Nei, ekki sá Sterling...

Bakvörðurinn ungi, Dujon Sterling, er farinn á láni til Stoke frá Chelsea.



Eyða Breyta
16:50
Aston Villa hefur hafnað 23 milljón punda tilboði frá Arsenal í miðjumanninn Douglas Luiz. Þetta herma heimildir Telegraph.



Eyða Breyta
16:47


Eyða Breyta
16:45
Leedsarar eru víst allt annað en sáttir með stöðu mála. Töldu sig vera að landa framherjanum Bamba Dieng en svo kom Nice inn í myndina á síðustu stundu og stal honum.



Eyða Breyta
16:43
Simon Stone hjá BBC talar um að ákveðnir leikmenn muni reyna að rifta samningum sínum áður en glugginn lokar. Þá geta þeir skrifað undir annars staðar eftir gluggalok. Nefnir hann Memphis Depay hjá Barcelona sérstaklega í því samhengi.



Eyða Breyta
16:39
Dubravka er 33 ára markvörður frá Slóvakíu með 130 leiki að baki fyrir Newcastle. Hann kemur á eins árs lánssamningi og þarf Man Utd að kaupa hann fyrir 6 milljónir punda ef hann byrjar ákveðið magn af deildarleikjum á tímabilinu.

Hann mun veita David de Gea samkeppni um markmannsstöðuna hjá Rauðu djöflunum, eitthvað sem hinn 36 ára gamli Tom Heaton getur ekki gert.



Eyða Breyta
16:38
Áhugaverðar fréttir að berast. Leeds taldi sig vera að landa framherjanum Bamba Dieng frá Marseille, en hann var að taka ákvörðun um að fara frekar til Nice.

Það er spurning hvort Leeds hætti núna við að lána Daniel James til Fulham.




Eyða Breyta
16:37
Real Sociedad var að ganga frá kaupum á Umar Sadiq, kantmanni frá Almeria. Kaupverðið er allt að 26 milljónir evra.



Eyða Breyta
16:35
(Staðfest)


Eyða Breyta
16:21
Martin Dubravka er búinn að skrifa undir hjá Manchester United og er nýr varamarkvörður félagsins. Hans fyrsti leikur með Newcastle var einmitt gegn Man Utd. Hans frammistaða þar var mögnuð.



Eyða Breyta
16:19
Southampton er að kaupa miðvörðinn Duje Caleta-Car frá Marseille. Kaupverðið er um 10 milljónir punda. Leikmaður sem var eitt sinn orðaður við Liverpool.



Eyða Breyta
16:18
Fulham er ekki hætt að versla. Daniel James er í læknisskoðun hjá félaginu, en hann er að koma á láni frá Leeds.



Eyða Breyta
16:15
Chelsea er að reyna að landa miðjumanni. Félagið er að skoða nokkra möguleika en það er útlit fyrir að Edson Alvarez komi ekki frá Ajax. Hollenska félagið er búið að selja mikið í þessum glugga og vill ekki missa meira.

Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir evra fyrir Alvarez.

Þá hefur Dynamo Moskva í Rússlandi staðfest að tilboð hafi borist í Arsen Zakharyan frá Chelsea, en hann er efnilegur miðjumaður.


Edson Alvarez.

Eyða Breyta
16:11
Idrissa Gueye talar um að það sé sérstök tilfinning að vera mættur aftur til Everton. Hann segist líta á félagið sem sitt heimili eftir að hafa spilað þar frá 2016 til 2019.



Eyða Breyta
16:08
Hann er mættur aftur
Brasilíumaðurinn Willian er mættur aftur í enska boltann eftir að hafa áður leikið með Arsenal og Chelsea. Hann var síðast á mála hjá Corinthians í heimalandinu, en hann saknaði London og er núna búinn að gera samning við Fulham.



Eyða Breyta
16:07
Ég er spenntur að sjá hvort það gerist eitthvað meira hjá Nottingham Forest. Þvílíkt sumar hjá þeim!



Eyða Breyta
16:05
Hollenski kantmaðurinn Justin Kluivert er núna sagður á leið til Spánar. Fulham reyndi að kaupa hann en hann fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi. Hann er núna á leið til Valencia. Hann mun fylgja í fótspor föður síns - Patrick Kluivert - með því að spila fyrir Valencia.



Eyða Breyta
16:04
Sagan er sú að Aston Villa sé að biðja um 40 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz. Arsenal er að reyna að kaupa hann, en hefur bara boðið 20 miilljónir punda hingað til.



Eyða Breyta
16:02
Fulham fær bakvörð frá París.



Eyða Breyta
15:58
Ætlar virkilega enginn að taka Tielemans?
Leicester er tilbúið að leyfa belgíska miðjumanninum að fara fyrir 25 milljónir punda þar sem hann verður samningslaus næsta sumar. En það virðist sem svo að ekkert félag ætli að bíta á agnið.

Ég persónulega skil það ekki. Frábær leikmaður þarna á ferðinni.



Eyða Breyta
15:54
Everton er búið að styrkja miðsvæðið hjá sér með Amadou Onana, Idrissa Gueye og þá er James Garner á leiðinni. Í kjölfarið er útlit fyrir að portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes sé á förum frá Everton til Lille í Frakklandi.



Eyða Breyta
15:52
Ekkert nema gott grín
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo hefur óvænt verið orðaður við Leicester í dag en þær sögur virðast ekki vera neitt nema góður uppspuni. Marcelo er félagslaus eftir að hafa verið lengi í herbúðum spænska stórveldisins Real Madrid.



Eyða Breyta
15:50
Idrissa Gueye aftur til Everton (Staðfest)
Miðjumaðurinn er mættur aftur til Everton eftir dvöl hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann ætti nú að geta hjálpað þeim í fallbaráttunni á þessari leiktíð.



Eyða Breyta
15:49


Eyða Breyta
15:47
Alfreð til Lyngby (Staðfest)
Alfreð, sem er 33 ára framherji, rann út á samningi hjá Augsburg í sumar og hefur verið undanfarna mánuði verið í leit að nýju félagi. Hann æfði með Lyngby í ágúst og hefur nú ákveðið að semja við félagið.

Alfreð verður í treyju númer átján hjá Lyngby. Hann verður þar samherji Sævars Atla Magnússonar leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar sem er þjálfari liðsins.



Eyða Breyta
15:19
Það er nóg eftir!
Ég verð með ykkur eitthvað fram eftir kvöldi. Þessi gluggadagur er langt frá því að vera búinn og margt áhugavert í kortunum.

Endilega fylgist með!


Aubameyang er á leið til Chelsea.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner