Hér koma inn allar helstu slúðursögurnar sem eru í gangi, staðfestar fréttir og ýmsar vangaveltur.
Smelltu hér til að fara yfir á kvöldvaktina
Það allra helsta á gluggadeginum:
Willy Boly sá nítjándi sem Forest fær í sumar (Staðfest)
Wout Faes til Leicester (Staðfest)
Akanji orðinn leikmaður Man City (Staðfest)
Man Utd kynnir Antony formlega (Staðfest)

DAGVAKTINNI ER LOKIÐ!
Þetta hefur verið hressandi ferðalag. Gluggadeginum sjálfum er þó alls ekki lokið og Guðmundur Aðalsteinn tekur við beinni textalýsingu seinna í dag (nánar tiltekið 16:00) og verður með ykkur allt þar til glugganum verður lokað 22:00 í kvöld.
HÉR VERÐUR HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ KVÖLDVAKTINNI
Þangað til kemur auðvitað allt það helsta inn á forsíðuna!
Hvenær verður glugganum lokað?
16:00 Þýskaland
18:00 Ítalía
22:00 England
22:00 Spánn
22:00 Frakkland
23:00 Skotland
Eyða Breyta
Crystal Palace hefur áhuga á að fá miðjumanninn Djibril Sow frá Eintracht Frankfurt.
Eyða Breyta

Carlos Soler er að ganga í raðir PSG, frá þessu greinir Le Parisien í Frakklandi. Soler 25 ára miðjumaður sem hefur leikið með Valencia allan sinn feril og í fyrra lék hann sína fyrstu landsleiki. Í dag eru þeir orðnir níu talsins.
Talið er að PSG greiði um 18 milljónir evra fyrir Soler sem er á sínu síðasta samningsári hjá Valencia. Á ferlinum hefur hann leikið 226 leiki fyrir Valencia og skorað 36 mörk. Tólf þeirra skoraði hann á síðasta tímabili.
PSG hefur lánað Ander Herrera til Athletic Club á Spáni og þá bendir flest til þess að Idrissa Gana Gueye sé á leið frá félaginu til Everton.
Valencia er þá að fá Justin Kluivert frá Roma. Hann var á leið til Fulham en fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi. Valencia hefur náð samkomulagi við Roma um að fá Hollendinginn í sínar raðir.
Eyða Breyta
Stefnir í að Josh Bowler verði 20. leikmaðurinn sem Forest fær. Hver er það spyrja einhverjir? Hér fæst svarið við því.
Eyða Breyta
Manchester United er að ganga frá kaupum á markverðinum Martin Dubravka frá Newcastle. Honum er ætlað að veita David de Gea aukna samkeppni.
Eyða Breyta
Phil McNulty hjá BBC:
"Aston Villa er að undirbúa tilkynningu um lánssamning við Southampton varðandi varnarmanninn Jan Bednarek. Steven Gerrard, stjóri Villa, vildi fá inn varnarmann vegna langtíðameiðsla Diego Carlos sem keyptur var í sumar."
Eyða Breyta
Fabrizio Romano segir að Arsenal sé með fimm ára samning við Douglas Luiz tilbúinn. Leikmaðurinn er klár en samkomulag milli félaganna ekki. Villa vill ekki selja en Luiz er að setja þrýsting.
The potential agreement between Douglas Luiz & Arsenal on personal terms would be on five year deal. It’s ready on player side — but not yet between clubs. 🚨⚪ï¸ðŸ”´ #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Aston Villa insist they don’t want to sell Douglas but player pushing.
Eyða Breyta
Arthur Melo er í læknisskoðun hjá Liverpool í þessum skrifuðu orðum.
Understand Arthur Melo’s currently undergoing medical tests as new Liverpool player. 🚨🔴🩺 #LFC #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Loan deal from Juventus, set to be signed. pic.twitter.com/BT9Fse1EUK
Eyða Breyta
Staðfest var í vikunni að Tottenham hefði lánað Sergio Reguilon til Atletico Madrid. Svona tekur hann sig út í treyjunni:
🤩 pic.twitter.com/Isxlpq6lFd
— Atlético de Madrid (@Atleti) September 1, 2022
Eyða Breyta

Weigl aftur til Þýskalands
Borussia Mönchengladbach hefur fengið miðjumanninn Julian Weigl á lánssamningi frá portúgalska félaginu Benfica. Samkomulagið gildir út tímabilið.
Weigl er 26 ára og lék með Borussia Dortmund 2015-2020. Hann á sex landsleiki fyrir Þýskaland.
Eyða Breyta
AC Milan hefur fengið nítján ára belgískan miðjumann, Aster Vranckx, frá Wolfsburg. Hann kemur á eins árs lánssamningi en ítalska félagið er með möguleika á kaupum.
Eyða Breyta
Jan Bednarek fer til Aston Villa á eins árs lánssamningi. Hann er á leið í læknisskoðun hjá félaginu.
Eyða Breyta
Sportitalia segir að Leicester City hafi náð samkomulagi við Atalanta um kaup á Jeremie Boga.
Eyða Breyta
Torino hafnar tilboði West Ham
Torino hefur hafnað tilboði frá West Ham í Ola Aina, fyrrum leikmann Chelsea sem hefur spilað á láni með Hull og Fulham. Óvíst er hvort West Ham geri nýtt tilboð.
Eyða Breyta
Antony hefur verið skráður og því kominn með leikheimild með Manchester United fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn. Það er þá bara ákvörðun Erik ten Hag hvort hann muni spila eða ekki.

Eyða Breyta
Hinn 22 ára gamli Claudio Gomes er að yfirgefa Manchester City og ganga í raðir Palermo. Um er að ræða varnartengilið sem lánaður var til Barnsley á síðasta tímabili.
Eyða Breyta
HERE WE GO! Bellerín er að fara heim til Barcelona.
Hector BellerÃÂn to Barcelona, here we go! Been told it’s all agreed, one year contract with NO option for further season. BellerÃÂn will sign until June 2023 in the next hours. 🚨ðŸâ€ÂµÃ°Å¸â€Â´ #FCB #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Medical scheduled, contract will be terminated by mutual consent with Arsenal. pic.twitter.com/4ezoTWm2vH
Eyða Breyta
Abdou Diallo til RB Leipzig frá PSG (Staðfest)
Auf geht‘s @RBLeipzig ! 🤩⚽ï¸Â
— Abdou-lakhad Diallo (@Abdou_diallo_) September 1, 2022
Eyða Breyta
PSG er búið að staðfesta félagsskipti Fabian Ruiz frá Napoli. Lestu nánar um málið hérna.
Eyða Breyta
Bournemouth fær varnarmanninn Jack Stephens lánaðan frá Southampton (Staðfest)
Welcome to #afcb, Jack Stephens 🤠pic.twitter.com/KKpzfkU63s
— AFC Bournemouth 💠(@afcbournemouth) September 1, 2022
Eyða Breyta

Martin Braithwaite hefur rift samningi sínum við Barcelona. Hann er að fara að skrifa undir þriggja ára samning við Espanyol.
Eyða Breyta
Eigandi Leeds að staðfesta kaupin. Samt algerlega galið að selja Dan James. Finnst þetta verulega lélegur bisness. à raun algerlega fáránlegur. https://t.co/gOaTQ9AN6x
— Máni Pétursson (@Manipeturs) September 1, 2022
Eyða Breyta
Plymouth hefur tekið 500 þúsund punda tilboði Ipswich í Panutche Camara sem spilaði með Gínea-Bissá í Afríkukeppninni fyrr á árinu.
Eru þetta ekki fréttirnar sem allir voru að bíða eftir?
Eyða Breyta
Andrea Radrizzani stjórnaformaður Leeds biðlar til stuðningsmanna að taka vel á móti Bamba Dieng og staðfestir að félagið mun halda áfram að reyna að fá Cody Gakpo, vængmann PSV Eindhoven.
Agreed. Let s welcome Bamba Dieng and we will continue to work on Gapko. Now it s time to focus on the pitch and support our new project and the great job Jesse and the staff are doing 💪💛💙
— Andrea Radrizzani (@andrearadri) September 1, 2022
Eyða Breyta
Ekkert að ganga hjá Newcastle
Newcastle United keen to add a new face or two today, but are currently being frustrated in their attempts. There’s still time for a breakthrough… #NUFC
— Keith Downie (@SkySports_Keith) September 1, 2022
Eyða Breyta
Piatek til Salernitana (Staðfest)

Krzysztof Piatek hefur verið lánaður frá Hertha Berlín til Salernitana en ítalska félagið fær svo kauprétt á pólska sóknarmanninum.
Piatek, sem er 27 ára, er fyrrum leikmaður AC Milan og Genoa en hann hefur verið hjá Berlínarliðinu síðan 2020. Hann hefur spilað 23 leiki fyrir pólska landsliðið og skorað tíu mörk.
Salernitana er í 12. sæti ítölsku A-deildarinnar að loknum fjórum umferðum og Piatek fær treyju númer 99 hjá félaginu.
Eyða Breyta
Jahá! Marcelo á leið til Leicester?
🚨 Marcelo is on the verge of signing for Leicester City on a one-year contract.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 1, 2022
Subject to a medical.
(Source: @Spursito) #DeadlineDay pic.twitter.com/YOVMnh8f0i
Eyða Breyta
Guillem Balague efast um að Chelsea sé að gera góð viðskipti.
Landed! Auba going to Chelsea for €14m and Marcos Alonso. Good idea? I throw a doubt there...
— Guillem Balague (@GuillemBalague) September 1, 2022
Also on Bellerin. As you know he has 10 months left of his contact, so why do #AFC let him go for free?
Salary saved, AFC keep a significant sell on fee. And player needs to play! pic.twitter.com/qYvnhmoDya
Eyða Breyta
HERE WE GO!
Aubameyang verður leikmaður Chelsea í dag og Alonso fer til Barcelona. Gabonmaðurinn flýgur til London um klukkan 16 að íslenskum tíma.
🚨🚨 Pierre Aubameyang to Chelsea and Marcos Alonso to Barça: here we go! Full agreement completed. €14m fee to Barcelona. #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
More: Aubameyang will fly to London around 5pm! Two year deal + one more option.
Alonso in Spain to undergo medical and sign three year deal. pic.twitter.com/nILbmEk8G8
Eyða Breyta
Joao Pedro staðfestir að hann sé ekki á förum frá Watford. Segist hæstánægður í herbúðum félagsins og vilji vera þar áfram.
🇧🇷ðŸâ€â€™ pic.twitter.com/JTeJJkvkLx
— Watford Football Club (@WatfordFC) September 1, 2022
Eyða Breyta

Það er talið tímaspursmál hvenær Everton tilkynnir um 15 milljóna punda kaup á James Garner frá Manchester United.
Eyða Breyta
Southampton er í viðræðum við Wolfsburg um franska varnarmanninn Maxence Lacroix (22 ára).
Eyða Breyta
Willian verður leikmaður Fulham

Brasilíumaðurinn Willian er á æfingasvæði Fulham og allt sem bendir til þess að hann verði leikmaður félagsins í dag. Willian er 34 ára Brasilíumaður sem var hjá Chelsea og Arsenal en hann hefur æft með Fulham að undanförnu.
Eyða Breyta
Everton hefur gefist upp á tilraunum til að fá Joao Pedro frá Watford. Þeir bláu eru farnir að skoða aðra kosti eftir að tilboði frá þeim í Pedro var hafnað í morgun.
Eyða Breyta
There has been interest in Lucas Moura for a loan deal but Tottenham are not interested in that. #coys
— Ian Dennis (@Iandennisbbc) September 1, 2022
Eyða Breyta

Hægst hefur á viðræðum Leicester við Atalanta um vængmanninn Jeremie Boga en þær standa þó enn yfir. Leicester vill þennan fyrrum leikmann Chelsea lánaðan en Atalanta vill selja eða lánssamning þar sem enska félagið verður skyldugt til að kaupa hann á næsta ári.
Eyða Breyta
Fulham sagt vera búið að tryggja sér Daniel James
Evening Standard segir að Fulham hafi unnið baráttuna um vængmanninn Dan James hjá Leeds og hann muni formlega verða leikmaður Fulham seinna í dag.
Eyða Breyta
Barkley í Hreiðrið í Nice?

Franskir fjölmiðlar segja að franska liðið Nice íhugi að bjóða Ross Barkley samning. Hinn 28 ára gamli Barkley yfirgaf Chelsea á dögunum þegar samningi hans var rift.
Eyða Breyta
Arthur Melo lentur
Einkaþotan með Arthur Melo lenti áðan í Blackpool. Hann er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool. Brasilíski miðjumaðurinn mun að öllum líkindum ganga í raðir félagsins á lánssamningi frá Juventus. Liverpool sækir miðjumann þar sem Jordan Henderson, Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago eru allir á meiðslalistanum.
Arthur sjálfur hefur ýmislegt að sanna en hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá Juventus eftir að hann kom frá Barcelona.
Eyða Breyta
Fofana er ekkert að klæðast Chelsea treyjunni í fyrsta sinn.
Once a Blue… 🔵 #FofanaIsChelsea pic.twitter.com/4UV285B9lx
— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022
Eyða Breyta
Julian Weigl er búinn í læknisskoðun hjá Borussia Mönchengladbach en hann er að koma á láni frá Benfica.
Julian #Weigl hat den Medizincheck bei #borussia nach @SkySportNews-Infos erfolgreich absolviert und wird nun zeitnah auch offiziell als Neuzugang verkündet. Wie von uns berichtet: Einjährige Leihe plus Kaufoption. Wie ihr seht: @JuWeigl hat Bock auf #Borussia! @westsven pic.twitter.com/SkfJ3yhOEv
— Marlon Irlbacher (@Sky_Marlon89) September 1, 2022
Eyða Breyta
Halil Dervisoglu til Burnley (Staðfest)
Jóhann Berg er kominn með nýjan liðsfélaga í klefann. Burnley hefur fengið tyrkneska framherjann Halil Dervisoglu lánaðan frá Brentford. 22 ára gamall.
Eyða Breyta

Fullyrt að Serge Aurier verði leikmaður Nottingham Forest í dag, geri tveggja ára samning. Kemur á frjálsri sölu.
Eyða Breyta
Ef Tottenham væri að kaupa Perisic núna á 40m þá væri engin að væla yfir glugganum hjá Spurs.
— Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson (@gardarStNikulas) September 1, 2022
Leikbreytir.
Eyða Breyta
Birmingham City er að borga 1,5 milljón punda fyrir miðjumanninn Tahith Chong hjá Manchester United. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum á Old Trafford.
Eyða Breyta
Ben Brereton Díaz æfði með Blackburn í morgun. Félagið hefur ekki fengið nein ný tilboð í þennan 23 ára Sílemann.
Eyða Breyta

Willy Boly er nítjándi leikmaðurinn sem gengur í raðir Forest í sumar. Fílabeinsstrendingurinn er 31 árs og hefur gert tveggja ára samning við nýliða ensku úrvalsdeildarinnar.
Alls lék hann 147 leiki fyrir Wolves en hann á þrettán landsleiki fyrir Fílabeinsströndina.
Eyða Breyta
Varnarmaðurinn Willy Boly frá Wolves til Nottingham Forest (Staðfest)
🫵 pic.twitter.com/2KwT1QAQru
— Nottingham Forest FC (@NFFC) September 1, 2022
Eyða Breyta
Það virðist nánast frágengið að Aubameyang verður leikmaður Chelsea seinna í dag. Hann er að fara að skella sér í flugvél til Lundúna.
🚨 Chelsea and Barcelona have now reached an agreement in principle for Pierre Aubameyang! €14m fee plus Marcos Alonso to Barça included — now finalizing details. 🔵 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Aubameyang is expected to fly to London in the upcoming hours, once details are resolved. pic.twitter.com/ehCYYpfcgF
Eyða Breyta

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að Cristiano Ronaldo yfirgefi Manchester United í dag. Hann er í leikmannahópnum sem mætir Leicester í kvöld.
Eyða Breyta

Newcastle er í viðræðum við West Ham um varnarmanninn Harrison Ashby. Hægri bakvörðurinn er í miklum metum hjá David Moyes en á aðeins ár eftir af samningi sínum. Ashby er tvítugur og er U21 landsliðsmaður Skotlands.
Newcastle vill fá inn bakvörð vegna meiðsla Emil Krafth sem verður frá í marga mánuði. Félagið telur að Ashby sé klár í að koma beint inn í aðalliðið.
Eyða Breyta
Houssem Aouar verður áfram hjá Lyon þrátt fyrir áhuga frá Nice, Nottingham Forest, Benfica og Real Betis. Ekkert þessara félaga náði samkomulagi.
Eyða Breyta
Jack Stephens varnarmaður Southampton hefur lokið læknisskoðun hjá Bournemouth. Er á leið þangað á lánssamningi.

Eyða Breyta
Blackburn í Championship-deildinni hefur fengið til sín enskan U21-landsliðsmann, varnarmanninn Clinton Mola sem kemur frá Stuttgart.
âœï¸ Sticker book time! #WelcomeClinton | #Rovers ðŸ”µâšªï¸ pic.twitter.com/sRYuaZEvQr
— Blackburn Rovers (@Rovers) September 1, 2022
Eyða Breyta
Yann Valery, varnarmaður Southampton, er á leið í læknisskoðun hjá Angers í Frakklandi.
Eyða Breyta
TalkSport er að greina frá því að Fulham hafi gert tilboð í Dan James, velska vængmanninn hjá Leeds. James er fyrrum leikmaður Manchester United.
Eyða Breyta
Antony is now the second-most expensive signing in Manchester United’s history, behind only Paul Pogba… #MUFC pic.twitter.com/lrameEedJG
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 1, 2022
Eyða Breyta
Bellerín virðist á leið heim til Barcelona.

Hægri bakvörðurinn Hector Bellerín er enn í viðræðum við Arsenal um riftun á samningi sínum við félagið.
Greint er frá því á Sky Sports að umboðsmenn Bellerín séu bæði að vinna í því að fá samningnum rift og á sama tíma eru þeir að ræða við Barcelona um að Bellerín gangi í raðir spænska félagsins.
Bellerín hefur verið hjá Arsenal í tólf ár en hefur síðustu tímabil ekki verið í stóru hlutverki. Hann spilaði 35 deildarleiki tímabilið 2017-18 en síðan hefur leikjunum farið fækkandi. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Real Betis.
Bellerín er uppalinn hjá Barcelona og var á mála hjá félaginu til sextán ára aldurs. Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir Spán.
Eyða Breyta

Líklegt er að Tahith Chong (22 ára) yfirgefi Manchester United í dag og fari til Birmingham. Hollenski miðjumaðurinn var á láni hjá Birmingham á síðasta tímabili.
Eyða Breyta

Edson Alvarez, leikmaður Ajax í Hollandi, var ekki með á æfngu á morgun. Hann vonast eftir því að vera seldur til Chelsea. Alvarez er 24 ára gamall landsliðsmaður frá Mexíkó sem getur spilað bæði sem miðvörður og á miðjunni.
Eyða Breyta
Tilboð Leeds samþykkt
Marseille hefur samþykkt 10 milljóna punda tilboð Leeds í sóknarmanninn Bamba Dieng. Hann mun fljúga til Englands í dag og klára læknisskoðun og undirritun. Fulham hafði áhuga á senegalska landsliðsmanninum fyrr í sumar.
Eyða Breyta
Það er bara tímaspursmál hvenær Everton tilkynnir um endurkomu Idrissa Gana Gueye.
Eyða Breyta
Crystal Palace er í viðræðum við Peterborough um U19 landsliðsmiðvörð Englands, Ronnie Edwards. Spennandi leikmaður segja gárungarnir.
Eyða Breyta

PSG gerir tilboð í Skriniar
RMC segir að Paris Saint-Germain hafi gert 60 milljóna punda tilboð í Milan Skriniar, varnarmann Inter. Slóvakinn hefur verið orðaður við mörg félög í Evrópu en talið var að hann yrði áfram hjá Inter og viðræður fóru í gang um nýjan samning. Staðan gæti breyst núna eftir tilboðið frá frönsku meisturunum.
Skriniar er 27 ára miðvörður sem varð Ítalíumeistari með Inter á síðasta ári og bikarmeistari á síðasta ári.
Eyða Breyta

Simon Stone hjá BBC:
"Mér er sagt að það séu engar hreyfingar í tilraunum Brighton til að fá Billy Gilmour. Graham Potter vill fá skoska miðjumanninn en um kaup þarf að vera að ræða því Brighton er þegar með einn leikmann frá Chelsea, Levi Colwill, á láni. Úrvalsdeildarlið geta ekki verið með fleiri en einn lánaðan. Gilmour á enn tvö ár eftir af samningi sínum."
Eyða Breyta

Mudryk áfram hjá Shaktar, allavega til janúar
Guardian greinir frá því að Mykhaylo Mudryk verði áfram hjá Shaktar Donetsk, allavega til janúar. Brentford og Arsenal sýndu þessum úkraínska landsliðsvængmanni áhuga en nú er búið að útiloka að hann færi sig um set í dag.
Mudryk er 21 árs sóknarmaður sem getur spilað allar sóknarstöðurnar. Hann hefur lengi verið undir smásjá Brentford og mörg önnur félög sýnt honum áhuga. Mudryk er ákaflega leikinn með boltann og virtist vera á leið til Bayer Leverkusen fyrr í sumar en það gekk ekki.
Eyða Breyta

Það er allt að þróast í þá átt að Douglas Luiz verði orðinn leikmaður Arsenal fyrir gluggalok. Aston Villa er að ganga frá kaupum á Leander Dendoncker í hans stað og hefur fengið samþykkt kauptilboð í miðjumanninn.
Villa bauð 13 milljónir punda í belgíska landsliðsmanninn og Wolves samþykkti tilboðið. Dendoncker fer í læknisskoðun núna seinni partinn. Ef allt fer á besta veg verður hann tilkynntur nýr leikmaður félagsins í kjölfarið.
Eyða Breyta

Wout Faes þarf að styrkja Leicester mikið enda er liðið á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
Eyða Breyta
Leicester er búið að krækja í belgíska miðvörðinn Wout Faes frá Reims í Frakklandi. Hann er 24 ára og á einn landsleik fyrir Belga. Hann á að fylla skarð Wesley Fofana sem fór til Chelsea.
👤 👀 pic.twitter.com/Rhr5w86R3f
— Leicester City (@LCFC) September 1, 2022
Eyða Breyta
Watford ætlar víst hvorki að selja Joao Pedro né Ismaila Sarr í dag en báðir eru þeir mjög eftirsóttir.
Eyða Breyta
Hvenær verður glugganum lokað?
16:00 Þýskaland
18:00 Ítalía
22:00 England
22:00 Spánn
22:00 Frakkland
23:00 Skotland
Eyða Breyta
Arsenal er í viðræðum við Aston Villa um Douglas Luiz. Leikmaðurinn sjálfur vill fara til Arsenal. Þetta er eitthvað sem gæti verið að malla yfir allan gluggadaginn!
Arsenal are prepared to reach an agreement with Douglas Luiz on personal terms. Douglas keen on the move, work in progress. 🚨⚪ï¸ÂðŸâ€Â´ #AFC #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Negotiations still ongoing between the clubs, not an easy one.
Eyða Breyta
Gvardiol hefur þetta að segja um framlenginguna:
"Við erum í Meistaradeildinni og unnum þýska bikarinn. Ég vil halda áfram að berjast um bikara með félaginu. Ég er þakklátur fyrir að félagið treysti á mig og horfi til framtíðar varðandi mig."
Eyða Breyta
Gvardiol framlengdi við Leipzig (Staðfest)

Josko Gvardiol er miðvörður RB Leipzig og króatíska landsliðsins. Hann hefur talsvert verið orðaður í burtu frá Leipzig í sumar en hann hefur ákveðið að framlengja samning sinn við félagið. Nýi samningurinn gildir fram á sumarið 2027. Gvardiol er tvítugur og hefur þegar leikið tíu A-landsleiki.
Atletico Madrid, Chelsea og Tottenham voru öll sögð vera áhugasöm um að fá Gvardiol í sínar raðir í sumar. Chelsea ætlaði sér að kaupa hann og lána hann til Leipzig út þetta tímabil.
Gvardiol kom til Leipzig frá Dinamo Zagreb árið 2020. Hann hefur tvisvar sinnum orðið króatískur meistari á sínum ferli og varð í vor þýskur bikarmeistari með Leipzig.
Eyða Breyta

Watford hefur HAFNAÐ tilboði frá Everton í Joao Pedro. Félagið vill ekki missa hann.
Eyða Breyta

Leeds er að vinna í því að fá framherjann senegalska Bamba Dieng frá Marseille. 22 ára gamall.
Eyða Breyta
Bakvörðurinn reynslumikli Danny Rose hefur yfirgefið Watford eftir að samningi hans var rift.
Eyða Breyta
Chelsea ræðir um framlengingar
Tengist Gluggadeginum kannski ekki beint; Chelsea er í viðræðum við Reece James og Mason Mount um framlengingar á samningum þeirra. (The Athletic)
Eyða Breyta
Fjölgar á fréttavaktinni
Sæbjörn Steinke er mættur á fréttavaktina hér á Fótbolta.net og segir okkur frá því að Aston Villa hafi boðið tíu milljónir punda í Leander Dendoncker miðjumann Wolves.
Sjá nánar: Dendoncker inn og Luiz út hjá Aston Villa?
Eyða Breyta
Floppaði hjá Þrótti en keyptur til FCK á 145 milljónir króna

Danmerkurmeistarar FCK hafa keyot Christian Sörensen frá Viborg á 145 milljónir íslenskra króna.
Sörensen er fæddur árið 1992 en Þróttarar ættu að þekkja Sörensen vel, enda spilaði hann með þeim sumarið 2016.
Sörensen spilaði 12 leiki og skoraði 2 mörk fyrir Þrótt í Pepsi-deildinni er Þróttur féll og yfirgaf hann liðið eftir tímabilið og samdi við Fredericia.
Eyða Breyta
Telur að Arthur geti reynst Liverpool afskaplega vel - Er í flugi frá Tórínó
Gianluca Di Marzio, sérfræðingur um ítalska boltann, telur að miðjumaðurinn Arthur Melo gæti reynst Liverpool afskaplega vel. Það virðist stefna í að Arthur verði lánaður frá Liverpool til Juventus.
"Félögin komust að samkomulagi um lán í nótt, þetta var löng nótt. Leikmaðurinn er núna í flugi frá Tórínó til Liverpool," segir Di Marzio.
Lestu nánar um málið hérna
Eyða Breyta

Tottenham vill fá Dan James sem er búist við að yfirgefi Leeds fyrir gluggalok. Evening Standard segir þó ólíklegt að hann fari til Spurs. Jesse Marsch, stjóri Leeds, er ekki sagður sjá James í stóru hlutverki.
James hefur einnig verið orðaður við Fulham og Everton en áhugi Everton gæti hafa minnkað eftir að Chelsea hætti að eltast við Anthony Gordon.
Eyða Breyta

Sergino Dest, bakvörður Barcelona, mun ganga í raðir AC Milan á lánssamningi. Ítalska félagið fær tækifæri á að kaupa bandaríska landsliðsmanninn á 20 milljónir evra. Hann er núna í læknisskoðun hjá ítalska stórliðinu.
Eyða Breyta
Ainsley Maitland-Niles er á leið til Southampton frá Arsenal á lánssamningi. Southampton mun vera með klásúlu um möguleg kaup.
Eyða Breyta
James Garner fee going to be £15.5m am told. Should be to @Everton but not done yet.
— Simon Stone (@sistoney67) September 1, 2022
Eyða Breyta

Vængmaðurinn Kenedy er að ganga í raðir Real Valladolid á Spáni. Þessi 26 ára leikmaður kom til Chelsea 2015 en hefur bara spilað 30 aðalliðsleiki fyrir félagið. Brasilíumaðurinn hefur verið lánaður til Watford, Newcastle, Getafe, Granada og síðast til Flamengo.
Eyða Breyta
Jan Vertonghen, fyrrum varnarmaður Tottenham, er að yfirgefa Benfica og ganga í raðir Anderlecht.
Via collega Jürgen Geril: Vertonghen arrivé. #anderlecht https://t.co/TWQbica5Ch pic.twitter.com/rBhcyCOQOy
— David Van den Broeck (@david_vdb) September 1, 2022
Eyða Breyta
Miðað við orð Erik Ten Hag á fréttamannafundinum à gær ættum við ekki að vera gera okkur miklar vonir um að sjá ný andlit à dag áður en glugginn lokar kl 22:00 à kvöld, nema þá auðvitað Martin Dubravka 🔴⚪ï¸âš«ï¸
— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) September 1, 2022
Eyða Breyta
Fulham er áfram í viðræðum við Blackburn um kaup á framherjanum Ben Brereton Diaz. Þá hefur Fulham gert lánssamning við Layvin Kurzawa frá Paris Saint-Germain. Samkomulagið inniheldur möguleika á að kaupa leikmanninn.
Eyða Breyta
Menn á útleið frá Newcastle
Miðvörðurinn Federico Fernandez er að ganga í raðir Elche á Spáni og miðjumaðurinn Matty Longstaff færist nær Barnsley samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Eyða Breyta
🚨 Kasper Dolberg has signed from @ogcnice_eng on a season-long loan! 🇩🇰
— Sevilla FC (@SevillaFC_ENG) September 1, 2022
Eyða Breyta
Douglas Luiz til Arsenal?

Arsenal íhugar að gera 20 milljóna punda tilboð í Douglas Luiz, miðjumann Aston Villa. Luiz skoraði í tapi gegn Arsenal í gær, beint úr horni. Steven Gerrard, stjóri Villa, sagði eftir leikinn að framtíð leikmannsins væri ekki í sínum höndum.
Eyða Breyta

Villarreal íhugar að gera tilboð í Max Aarons, bakvörð Norwich. Varnarmaðurinn er einnig á blaði hjá Borussia Mönchengladbach en Daniel Farke, fyrrum tjóri Norwich, heldur um stjórnartaumana hjá þýska félaginu.
Eyða Breyta
Það er allt í óvissu hjá Lucas Ocampos. Ajax var að fara að kaupa hann frá Sevilla en hætti við og bað í staðinn um að fá hann lánaðan. Ocampos var í flugi á leið til Amsterdam en er nú á leið aftur til Spánar.
Eyða Breyta
Abdou Diallo miðvörður Paris Saint-Germain er í læknisskoðun hjá RB Leipzig í Þýskalandi. Hann fer til Leipzig á lánssamningi en félagið er með klásúlu um að geta keypt hann.

Eyða Breyta
Tranmere Rovers hefur fengið framhjerann Paul Glatzel (21 árs) lánaðan frá Liverpool aftur. Hann var hjá félaginu á láni á síðasta tímabili.
Eyða Breyta
Meira um Arthur Melo og Liverpool. Eftir meiðsli Henderson þá hafði Liverpool samband við Juventus eftir miðnætti. Arthur er klár í slaginn og tilbúinn að spila grannaslaginn gegn Everton strax á laugardag ef allt gengur eftir.
Update on Arthur: Liverpool made the approach after midnight, triggered by the impact of Jordan Henderson’s injury (scan in next 24 hours). Arthur feels fit enough to play immediately at Everton if needed; València and Wolves had looked at him. Talks concluding in Turin now
— Dominic King (@DominicKing_DM) September 1, 2022
Eyða Breyta
Takk fyrir allt!
Thank you for everything, @OriolRomeu â¤ï¸
— Southampton FC (@SouthamptonFC) September 1, 2022
The midfielder has today completed a transfer to @GironaFC after seven wonderful years with #SaintsFC.
Eyða Breyta
AKANJI TIL MAN CITY (STAÐFEST)
Miðvörðurinn Manuel Akanji er formlega genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City frá Borussia Dortmund. City er nú þegar með fjóra miðverði; Aymeric Laporte, Ruben Dias, John Stones og Nathan Ake. Akanji kemur til með að berjast við þá um sæti í liðinu. Hinn 27 ára gamli Akanji lék alls 36 leiki með Dortmund á síðustu leiktíð og hefur verið mikilvægur partur af liðinu síðustu árin.
We are delighted to announce we have completed the signing of Manuel Akanji from Borussia Dortmund! âœï¸
— Manchester City (@ManCity) September 1, 2022
Read more ⤵ï¸
Eyða Breyta
Arthur Melo á leið til Liverpool til að ganga frá skiptunum.
#Arthur lascia Torino e vola in direzione #Liverpool: a pomeriggio le visite mediche con i Reds // Arthur is leaving for Liverpool. He'll undergo a medical with the Reds this afternoon ✈ï¸ðŸ‡¬ðŸ‡§ @Goalitalia @Goal pic.twitter.com/6TNQiHwfug
— Romeo Agresti (@romeoagresti) September 1, 2022
Eyða Breyta
Liverpool reynir að fá Arthur Melo lánaðan

Liverpool er að reyna að fá miðjumanninn Arthur Melo lánaðan frá Juventus í dag. BBC greinir frá þessu, Það er enn ýmislegt óklárað til að skiptin geti gengið í gegn en þessi 26 ára Brasilíumaður gæti létt á meiðslavandræðum Liverpool á miðsvæðinu.
Jordan Henderson fór af velli í sigrinum gegn Newcastle vegna meiðsla aftan í læri og Jurgen Klopp segir ljóst að hann verði ekki klár í grannaslaginn gegn Everton á laugardag. Fyrir voru miðjumennirnir Thiago Alcantara, Naby Keita og Alex Oxlade-Chamberlain á meiðslalista Liverpool.
Eyða Breyta
Everton nálgast það að tryggja sér Idrissa Gueye frá Paris St-Germain og James Garner frá Manchester United. Félagið vonast til að ganga frá báðum leikmönnum fyrir gluggalok. Gueye yfirgaf Everton fyrir PSG í júlí 2019 fyrir 30 milljónir punda. Everton vonast einnig til að fá sóknarmann í dag og er Ben Brereton Díaz hjá Blackburn á meðal þeirra sem eru á óskalista Frank Lampard.
Eyða Breyta
Áður en við segjum skilið við Antony þá fáum við hér ummæli frá honum:
"Þetta er mögnuð stund á ferli mínum, að ganga í raðir eins sögufrægasta félags heims," segir Antony. "Ég er þakklátur öllum sem hafa haft trú á mér, sérstaklega fjölskyldu minni, öllum þjálfurum mínum og liðsfélögum. Ég hefði ekki getað náð hingað án þeirra."
"Það var fullkomið fyrir mig og mína framþróun að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax. Hans leikstíll og þjálfun kallar fram það besta í mér og ég varð spenntur þegar hann sagði mér frá áætlunum sínum og metnaði Manchester United."
Eyða Breyta
Hvað er Man Utd að fá í Antony?
Man Utd að fá skemmtikraft en ekki markaskorara à Antony https://t.co/zwy464kiqu
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) August 30, 2022
Eyða Breyta
🤳 Straight from the heart. @Antony00 is a RED! 🔴#MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD
— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022
Eyða Breyta
Manchester United hefur kynnt Antony formlega. Þessi 22 ára brasilíski kantmaður er keyptur frá Ajax á 82 milljónir punda. Skrifaði undir samning til 2027.
Eyða Breyta
David Ornstein hjá Athletic býst við því að Pierre-Emerick Aubameyang verði orðinn leikmaður Chelsea í dag. Félagið hefur einnig áhuga á Edson Alvarez, miðjumanni Ajax, en áherslan er á Aubameyang.
Eyða Breyta
🚨 Chelsea on verge of agreement to sign Pierre-Emerick Aubameyang from Barcelona. Latest bid ~€7.5m + Marcos Alonso. Proposed deal 2+1y (y3 based on % of apps in y2). 33yo currently in Barcelona. Moving towards conclusion @TheAthleticUK #CFC #FCBarcelona https://t.co/ZiKsnQjGDO
— David Ornstein (@David_Ornstein) September 1, 2022
Eyða Breyta
Slúðurpakkinn er að sjálfsögðu hnausþykkur:
Gleðilegan gluggadag! Félagaskiptaglugganum verður lokað klukkan 22 à kvöld og #Fotboltinet fylgist með öllu þvà sem er à gangi. Hér er slúðurpakki með morgunkaffinu: https://t.co/FMBHhoUBbJ
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 1, 2022
Eyða Breyta
Sannkölluð óvissuferð framundan!
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur á Gluggavaktina! Það verður allt á fullu á skrifstofu Fótbolta.net á Krókhálsi þar til glugganum verður lokað klukkan 22 í kvöld! Mikið stuð framundan og hér í þessari textalýsingu skoðum við allt slúðrið og framvindu dagsins.

Eyða Breyta