Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   lau 01. október 2022 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pablo: Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Víkingar eru bikarmeistarar enn eina ferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er geggjað, þetta lið er magnað," sagði Pablo Punyed, miðjumaður Víkinga, eftir að liðið vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í röð á þessum laugardegi.

Liðið vann 3-2 sigur gegn FH í hreint út sagt ótrúlegum leik á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„FH-ingar voru geggjaðir. Við þurftum að hafa trú á okkar kerfi og það er ótrúlega gaman að vinna."

„Þeir voru 'on' í dag og við þurftum að fara í framlengingu. Við trúðum á okkur sjálfa og kerfið sem Arnar er með. Þetta er bara geggjað. Það var högg í magann (að fá á sig mark í blálokin) en svona er fótboltinn og sem betur fer náðum við að skora snemma í framlengingunni," sagði Pablo og bætti við: „Það er geggjað að hafa Niko með okkur."

Nikolaj Hansen kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk, en hann hefur verið nokkuð frá á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Ég hef ekki hugmynd hvað Logi var að pæla með að setja hann inn í með hægri fætinum, en á meðan Niko er inn í teignum þá getur allt gerst."

„Niko er geggjaður. Við erum með framherja sem eru með ákveðna eiginleika, en Niko getur klára leiki með því að skalla boltann."

Líkt og fyrr segir er þetta í þriðja sinn í röð sem Víkingur vinnur þessa keppni. Hver er ástæðan fyrir því að Víkingar eru svona mikið bikarlið?

„Það er venja að vinna, það er venja. Þú þarft að finna þetta. Við þurfum að halda áfram. Við eigum leik á miðvikudaginn gegn Val og það er næsta verkefni," segir Pablo en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner