Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 01. október 2024 23:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Víkingar mættir til Kýpur eftir 17 tíma ferðalag
Mættir til Kýpur.
Mættir til Kýpur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sambandsdeildin hefst á fimmtudag.
Sambandsdeildin hefst á fimmtudag.
Mynd: EPA
Víkingar komu til Kýpur í kvöld eftir ferðalag sem hófst í nótt, alls tók ferðalagið um 17 klukkutíma. Á fimmtudag mætir liðið AC Omonoia á fimmtudag í 1. umferð Sambandsdeildarinnar.

Ferðalagið hófst í morgun með rútuferð úr Víkinni. Víkingar flugu frá Keflavík í morgun til Manchester, biðu þar í nokkra klukkutíma, sumir gripu í spil, og flugu svo til Larnaca síðdegis. Í kjölfarið var svo rútuferð til Nicosia sem er í tæplega klukkutíma fjarlægð frá Larnaca. Víkingar voru komnir til Nicosia um klukkan 1 að staðartíma en þriggja tíma mismunur er á Íslandi og Kýpur.

Leikurinn á fimmtudaginn fer fram á Neo GSP leikvanginum sem tekur um 22 þúsund manns í sæti. Leikurinn hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma.

Fyrirkomulagið í Sambandsdeildinni er líkt og í hinum Evrópudeildinni, 36 liða deild. Öll liðin í Sambandsdeildinni spila sex leiki, en ekki er spilað heima og að heiman gegn sama liðinu. Omonoia var í þriðja styrkleikaflokki í drættinum og Víkingur í þeim sjötta. Hvert lið mætir einu liði úr hverjum styrkleikaflokki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit og liðin í 9.-24. sæti fara í umspilið um hin átta sætin. 12 neðstu liðin í deildinni falla úr leik.

Hollenski dómarinn Sander van der Eijk dæmir leikinn á fimmtudaginn og er dómarateymið í heild sinni frá Hollandi. Van der Eijk dæmir í hollensku Eredivisie.
Athugasemdir
banner
banner
banner