Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fim 01. nóvember 2018 09:43
Magnús Már Einarsson
Þróttur samþykkir tilboð frá KA í Viktor Jóns
Viktor skoraði fimm þrennur í Inkasso-deildinni í sumar og var valinn leikmaður tímabilsins.
Viktor skoraði fimm þrennur í Inkasso-deildinni í sumar og var valinn leikmaður tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. hefur samþykkt tilboð frá KA í framherjann VIktor Jónsson en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

„Við samþykktum tilboð í hann í gær frá ónefndu Pepsi-deildarliði. Það félag fékk leyfi til að ræða við leikmanninn," sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, við Fótbolta.net í dag en hann vildi ekki staðfesta um hvaða félag ræðir.

Auk KA þá hefur Viktor verið orðaður við nýliða ÍA að undanförnu.

Viktor var valinn leikmaður ársins í Inkasso-deildinni í sumar en hann skoraði 22 mörk í 21 leik. Þar af skoraði hann fimm sinnum þrennu.

Hinn 24 ára gamli Viktor er uppalinn hjá Víkingi R. en hann á þrjú tímabil að baki með Þrótti í næstefstu deild.

Viktor var í liði ársins í Inkasso-deildinni 2015, 2017 og 2018 en árið 2016 spilaði hann með Víkingi í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner