Um síðustu helgi tilkynnti KR um ráðningu á Gregg Ryder sem tekur við sem aðalþjálfari KR til þriggja ára. Stjórn KR ákvað í lok liðins tímabils að semja ekki áfram við Rúnar Kristinsson og eftir að hafa talað við marga þjálfara var Ryder ráðinn.
Ljóst er að ráðningin er umdeild meðal KR-inga og enski þjálfarinn þarf að vinna marga stuðningsmenn á sitt band.
Ljóst er að ráðningin er umdeild meðal KR-inga og enski þjálfarinn þarf að vinna marga stuðningsmenn á sitt band.
Fótbolti.net stóð fyrir skoðanakönnun meðal lesenda þar sem spurt var: Var það góð niðurstaða hjá KR að ráða Gregg Ryder?
Af þeim 1.754 sem tóku þátt svöruðu 36% já en hinsvegar 64% nei.
Ryder, sem er fyrrum þjálfari Þróttar og Þórs, sagði í viðtali síðasta laugardag að það væri vissulega erfitt að taka við af manni eins og Rúnari.
„Virkilega erfitt. Rúnar er goðsögn og ef ég mun ná að gera helminginn af því sem hann hefur gert þá mun ég telja mig hafa átt góðan feril. Ég verð að gera mitt besta, mér finnst ég vera tilbúinn og það er mikilvægast. Ég er ekki hann og ekki uppalinn KR-ingur, ég er útlendingur. Það gerir þetta aðeins erfiðara en ég er tilbúinn í að taka þá ábyrgð á mig. Ég get bara gert mitt besta, leggja eins hart að mér og ég get og gera sömu væntingar til mín og leikmanna minna, að þeir leggi eins hart að sér. Ég vil bara skapa fótboltalið sem stuðningsmennirnir verða stoltir af og geta tengt sig við þetta KR-lið," sagði Ryder meðal annars.
Athugasemdir