Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   fös 01. nóvember 2024 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er klárt að hann var besti leikmaðurinn í deildinni"
Oliver Heiðarsson fagnar hér marki með ÍBV.
Oliver Heiðarsson fagnar hér marki með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Heiðarsson var besti leikmaður Lengjudeildarinnar síðasta sumar. Hann endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði fjórtán mörk fyrir toppliðið ÍBV sem verður í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Oliver er 23 ára og hefur leikið með Þrótti, FH og ÍBV á Íslandi ásamt því að spila einn leik með SR sumarið 2018. Í sumar átti hann sitt besta tímabil á ferlinum.

Þorlákur Árnason, nýráðinn þjálfari ÍBV, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og ræddi þar um liðið sitt. Hann talaði sérstaklega um Oliver.

„Ég skoðaði tölfræðina úr deildinni - þú færð allan aðgang - og það er klárt að hann var besti leikmaðurinn í deildinni," sagði Þorlákur.

„Hann skoraði ekki mikið í FH í efstu deild en ég held að hann eigi eftir að vera mjög sterkur á næsta ári. Stundum er gott að fara aðeins til baka, sanna sig og fá sjálfstraust."

„Ég reyni svolítið að móta sóknarleikinn í kringum hann," sagði Láki.

Allt viðtalið má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Láki og leikurinn stóri
Athugasemdir
banner
banner
banner