' Ég setti náttúrulega sjálfan mig í bæði og hafði það með því sem markmið. Það tókst sem er ógeðslega gaman, ótrúlega ánægður að hafa náð því.'
Besti leikmaður og markakóngur Lengjudeildarinnar 2024 var Oliver Heiðarsson. Oliver er 23 ára og hefur leikið með Þrótti, FH og ÍBV á Íslandi ásamt því að spila einn leik með SR sumarið 2018.
Fyrsta heila tímabilið í meistaraflokksbolta var árið 2020, þá skoraði Oliver fjögur mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni. FH sótti hann fyrir tímabilið 2021 og skoraði hann þrjú mörk í 12 leikjum í efstu deild það sumarið. Oliver skoraði tvö mörk 2022 og var svo keyptur til ÍBV. 2023 skoraði hann tvö mörk í efstu deild en í sumar skoraði hann heil 14 mörk í 20 leikjum. Svona gerir Oliver upp tímabilið 2024.
Fyrsta heila tímabilið í meistaraflokksbolta var árið 2020, þá skoraði Oliver fjögur mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni. FH sótti hann fyrir tímabilið 2021 og skoraði hann þrjú mörk í 12 leikjum í efstu deild það sumarið. Oliver skoraði tvö mörk 2022 og var svo keyptur til ÍBV. 2023 skoraði hann tvö mörk í efstu deild en í sumar skoraði hann heil 14 mörk í 20 leikjum. Svona gerir Oliver upp tímabilið 2024.
Kaus sjálfan sig í báðum flokkum
„Ég er mjög anægður að hafa fengið þessa viðurkenningu. Það var könnun fyrir mót þar sem spurt var hver yrði markahæstur og hver yrði bestur. Ég setti náttúrulega sjálfan mig í bæði og hafði það með því sem markmið. Það tókst sem er ógeðslega gaman, ótrúlega ánægður að hafa náð því. Ég er mjög sáttur með tímabilið mitt í ár og ætla reyna bæta ofan á það," segir Oliver.
Setti fótboltann í fyrsta sætið
„Ég fékk þau skilaboð frá mörgum að ég ætti að geta verið einn besti kantmaðurinn í þessari deild. Ég fann sjálfur að ef hausinn yrði skrúfaður rétt á þá ætti ég að geta verið það. Ég setti meiri orku í fótboltann heldur en allt annað, fótboltinn var í fyrsta sæti."
Oliver vinnur sem rafvirki hjá Laxey í Vestmannaeyjum. Hann er þakklátur fyrir skilninginn sem vinnuveitandi hans hefur sýnt.
„Það eru oft æfingar í hádeginu og þarf því oft að skjótast úr vinnu. Ég minnkaði svo aðeins við mig í sumar sem ég held að hafi hjálpað. Í stað þess að vinna til 17 þá var ég að vinna til 16, bara svo líkaminn fengi meiri hvíld. Ég er mjög þakklátur vinnustaðnum að leyfa mér svolítið að ráða vinnutímanum."
13.05.2024 16:15
Líður mjög vel í Eyjum og er búinn að festa rætur - Alltaf með F og U í reit
Bjóst við ójafnari deild
Kom eitthvað á óvart í deildinni í sumar?
„Kannski það að allir gátu unnið alla. Ég hélt að þetta yrði meira þrískipt; einhver lið að vinna flesta leiki sína, einhver lið sem myndu tapa flestum leikjum sínum og svo einhver miðjupakki. En það voru 8-9 lið að berjast um umspilssæti og í síðustu þremur umferðunum voru fjögur lið að berjast um að fara beint upp."
Tvö bestu liðin fóru upp
Afturelding fylgir ÍBV upp um deild. Afturelding vann úrslitaleik umspilsins á laugardag og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sögu karlaliðsins.
„Ég er fastur á því að þetta séu bestu tvö liðin. Þegar ég var spurður hvort liðið myndi vinna um helgina, þá sagði ég Afturelding. Afturelding er örugglega besta liðið með boltann og við erum besta liðið heilt yfir."
Hvað gerir ÍBV að svona góðu liði?
„Við vorum alltaf með ellefu mjög góða leikmenn inn á vellinum, ofan á það voru einstaklingsgæði. Svo hef ég bara ekki verið í betri hóp. Liðsheildin er svo mikil. Það er hægt að segja allt við alla og það verður ekkert vesen, menn ræða bara hlutina. Engin spurning er heimskuleg og við höfum mikið gaman. Það er drullugaman að vera í ÍBV."
Hermann Hreiðarsson, sem þjálfaði liðið síðustu þrjú ár, talaði um stemninguna í hópnum og að margir heimamenn væru að fá tækifæri í liðinu.
„Þessi blanda er klárlega lykill að góðum árangri. Stemning getur verið tólfti maðurinn, alveg eins og stuðningsmenn uppi í stúku. Stemning hjálpar alveg ótrúlega mikið. Uppöldu strákarnir elska klúbbinn, þeir eru alltaf að fara gefa þetta auka fyrir liðið, gera þetta oft meira fyrir félagið heldur en sjálfan sig. Tengingin við félagið verður þannig."
Geta ekki beðið eftir því að spila í Bestu
Oliver er í dag tilbúnari í að hafa áhrif í efstu deildinni heldur en fyrir nýliðið tímabil.
„Klárlega. Ég er aðeins þroskaðri, kominn með 'end product'. Ég var ekki alveg þar þegar ég var í deildinni síðast. Ég lærði það núna í sumar. Ég held að við allir í liðinu, þó að Besta deildin sé ekki búin, geti ekki beðið eftir því að byrja á næsta ári. Strákarnir heima eru meira að segja byrjaðir í ræktinni."
Til í að spila báðar stöðurnar - Ekki margir sem hoppa til Eyja
Oliver spilaði talsvert í fremstu línu í sumar eftir að hafa mest spilað sem kantmaður í meistaraflokki.
„Ég er til í að spila báðar stöður, kantinn og frammi, það fer bara eftir því hvað þjálfarinn vill. Það sparaði aðeins lappirnar að spila frammi, meiri hlaup á kantinum. Sem framherji er ég meira í því að hlaupa inn fyrir heldur en að tengja eitthvað spil."
ÍBV er ekki búið að ráða nýjan þjálfara. Oliver var spurður hvort hann væri með nafn í huga fyrir stjórn félagsins.
„Ég hef verið með nokkra þjálfara sem ég dýrka, ég held þeir séu allir í starfi í dag. Það eru ekki margir sem hoppa og flytja til Eyja."
Einn af þeim sem orðaðir voru við starfið fyrir helgi var Sigurvin Ólafsson, gamli þjálfari Olivers hjá FH. Sigurvin er Eyjamaður. „Ég væri ekkert á móti því (að hann tæki við)."
Hemmi sagði oft við Oliver að hann gæti ráðið úrslitum
Hvað er hægt að segja um Hermann Hreiðarsson?
„Það er mikill missir að honum. Hann fékk mig til Eyja og er risastór karakter, bæði inn í klefa og í kringum allt starfið, ofan á það að vera góður þjálfari. Þetta er smá sárt, en maður skilur hans stöðu alveg. Kannski er kominn tími fyrir hann að gera það sem hann langar að gera, ef það er eitthvað sem hann er að hugsa."
„Það er ekkert eitt sérstakt samtal sem kemur upp í hugann. Hann hefur oft komið til mín og sagt hvað ég sé góður, að ég ætti að geta unnið leiki fyrir liðið, gæti gert lítið úr varnarmönnum andstæðinganna. Það er alveg hvetjandi að heyra svoleiðis rétt fyrir leik. Það hefur hjálpað mér að koma hlutunum yfir línuna í höfðinu á mér. Það er ekkert betra en að vera með framherja sem er með þannig sjálfstraust að hann veit að hann er að fara gera eitthvað í leiknum."
27.09.2024 14:40
„Sá fram á að ég yrði aldrei alveg sáttur við sjálfan mig"
Góð ráð frá pabba sínum
Oliver endaði með 14 mörk í deildinni. Það var smá vonbrigðatónn í Oliver þegar hann var spurður út í markmiðasetninguna á tímabilinu.
„Það er leiðinlegt að segja frá því að ég var með 15 í huga. Ég skoraði tvö mörk í fyrra og hef ekki skorað svona mikið síðan í 2. flokki. Ég held þetta sé bara sjálfstraustið. Ég fékk fleiri færi til að nýta í ár, en samt ekkert mikið fleiri held ég. Það er talsverður munur að fara úr fallbaráttuliði í lið sem er í titilbaráttu. Þetta er í fyrsta skiptið á meistaraflokksferlinum sem ég er í einhverri toppbaráttu."
„Hemmi er alltaf með einhverjar skemmtilegar slúttæfingar. Pabbi er svo alltaf að segja við mig að ég ætti að vera búinn að ákveða fyrir leik hvað ég ætlaði að gera ef ég kæmist einn á móti markmanni. Hans ráð er bara að hugsa ekki, reyna bara að hitta markið. Það ráð hefur virkað mjög vel. Alltaf þegar maður hugsar of mikið, þá endar maður á því að annað hvort gera ekki neitt, eða gera mistök," segir Oliver sem er samningsbundinn ÍBV út næsta tímabil.
Athugasemdir