Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 22:54
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Rodri og Caicedo eru bestir í heimi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea var hress eftir sigur í nágrannaslagnum gegn Tottenham í dag.

Joao Pedro skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en Chelsea var sterkari aðilinn á Tottenham Hotspur Stadium og hefði hæglega getað unnið með stærri mun.

„Þetta var mjög góð frammistaða, við þurftum á þessu að halda eftir Sunderland leikinn um síðustu helgi. Það er dýrmætt að hafa betur í þessum nágrannaslag, þetta er mikilvægt fyrir leikmenn og fyrir stuðningsmenn. Það var líka mikilvægt að halda hreinu," sagði Maresca.

„Við vorum að spila gegn sterkum andstæðingum sem hafa verið að gera flotta hluti á upphafi tímabils og ég er stoltur af frammistöðu strákanna. Við hefðum getað unnið stærra og við vildum skora annað mark en við erum sáttir með sigurinn og að hafa haldið hreinu."

Moisés Caicedo átti flottan leik á miðjunni og lagði eina mark leiksins upp eftir að hafa unnið boltann eftir hápressu við vítateigslínu andstæðinganna.

„Eins og staðan er í dag tel ég hann (Caicedo) og Rodri vera bestu varnartengiliði í fótboltaheiminum. Hann er mikilvægur partur af því sem við erum að gera hérna og ég tel okkur vera á réttri braut. Við erum búnir að vinna sex af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum."
Athugasemdir
banner
banner