Patrick Vieira hefur verið rekinn frá ítalska liðinu Genoa eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu.
Liðið er án sigurs í fyrstu níu deildarleikjum og hefur tapað sex. Liðið er á botni deildarinnar með þrjú stig.
Liðið er án sigurs í fyrstu níu deildarleikjum og hefur tapað sex. Liðið er á botni deildarinnar með þrjú stig.
Roberto Murgita mun stýra liðinu á útivelli gegn Sassuolo á mánudaginn. Daniele De Rossi, Paolo Vanoli og Luca Gotti eru orðaðir við starfið.
Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Genoa en hann hefur skorað eitt mark í níu leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir



