Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. desember 2019 20:01
Magnús Már Einarsson
Hughton og Clement líklegastir hjá Watford
Chris Hughton.
Chris Hughton.
Mynd: Getty Images
Chris Hughton þykir líklegastur til að taka við stjórastöðunni hjá Watford eftir að Quique Sanchez Flores var rekinn í dag.

Botnlið Watford tapaði gegn Southampton í gær og í kjölfarið var Sanchez Flores rekinn.

Einungis 85 dagar eru síðan Sanchez Florest tók við Watford af Javi Gracia.

Hughton er án félags en hann var rekinn frá Brighton síðastliðið vor. Hann hefur einnig stýrt Newcastle á ferli sínum.

Paul Clement hefur einnig verið nefndur sem möguleiki hjá Watford en hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Reading fyrir ári síðan. Clement var áður stjóri hjá Swansea.
Athugasemdir
banner
banner