Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 01. desember 2019 13:57
Magnús Már Einarsson
Ung dóttir Afboe lést
Tveggja ára dóttir Benik Afobe, framherja Stoke, lést á föstudaginn en leikmaðurinn greindi frá þessu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Amoral dóttir Afobe, fékk skyndilega alvarlega sýkingu og þrátt fyrir tilraunir lækna til að bjarga lífi hennar lést hún á sjúkrahúsi.

Hinn 26 ára gamli Afobe er í láni hjá Stoke frá Bristol City. Hann meiddist alvarlega á hné í september og spilar væntanlega ekkert á þessu tímabili.

Bristol tileinkaði Afobe og fjölskyldu hans 5-2 sigur á Huddersfield í gær.

Afobe ólst upp hjá Arsenal en hann hefur meðal annars leikið með Wolves og Bournemouth á ferli sínum.


Athugasemdir
banner