Breiðablik er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að vinna kapphlaupið um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.
Mörg félög í Bestu deildinni sýndu henni áhuga eftir að Valur rifti samningi hennar en það er Breiðablik sem er að vinna baráttuna um hana.
Mörg félög í Bestu deildinni sýndu henni áhuga eftir að Valur rifti samningi hennar en það er Breiðablik sem er að vinna baráttuna um hana.
Það vakti athygli þegar Valur rifti samningi hennar eftir síðasta tímabil. Samningurinn var til tveggja ára en var uppsegjanlegur eftir síðasta tímabil. Valur nýtti sér það ákvæði og í kjölfarið sýndu henni mörg félög áhuga. Í raun flest félögin í Bestu deildinni.
Berglind var að snúa til baka eftir barnseign og skoraði fjögur mörk í þrettán deildarleikjum síðasta sumar.
Hún þekkir það vel að spila með Breiðabliki en hún lék fyrir félagið í yngri flokkum og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki þar. Hún var besti sóknarmaður efstu deildar frá 2016 til 2020 er hún raðaði inn mörkum fyrir Blika.
Berglind er 32 ára framherji sem á að baki 72 landsleiki og í þeim hefur hún skorað tólf mörk í þeim leikjum.
Athugasemdir