sun 02. maí 2021 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný lék í jafntefli og Gunnhildur spilar með stórstjörnum
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Getty Images
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir spilaði 92 mínútur þegar West Ham mætti Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Dagný hefur komið sterk inn í lið West Ham á seinni hluta tímabilsins og hefur fljótt fest sig í sessi í byrjunarliðinu. Leikurinn í dag, sem fór fram á Villa Park, endaði með markalausu jafntefli.

Þetta er fínt stig fyrir West Ham sem er í níunda sæti, þremur stigum frá botnsætinu þegar ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Manchester City er með eins stigs forystu á Chelsea á toppnum þegar ein umferð er eftir, en Chelsea á leik til góða og getur því verið á toppnum fyrir lokaumferðina. Arsenal er í þriðja sæti með þremur stigum meira en Manchester United í fjórða sæti.

María Þórisdóttir, sem á íslenskan föður, var ónotaður varamaður hjá Man Utd gegn Brighton í dag. Öll úrslit dagsins á Englandi í dag má sjá hér að neðan.

Úrslit dagsins
Aston Villa 0 - 0 West Ham
Everton 1 - 2 Arsenal
Bristol City 0 - 1 Manchester United
Reading 3 - 2 Brighton
Manchester City 4 - 0 Birmingham

Gunnhildur spilaði í gærnótt
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin á fulla ferð með Orlando Pride í Bandaríkjunum. Hún spilaði í gærnótt allan leikinn í hægri bakverði þegar Orlando gerði markalaust jafntefli við Noth Caroline Courage.

Lið Orlando Pride er skipað stórstjörnum. Ásamt Gunnhildi í liðinu eru hin brasilíska Marta og bandaríska landsliðskonan Alex Morgan. Þrjár stórkostlegar fótboltakonur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner