Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   fim 01. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guðjón snýr aftur til Grindavíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Aðsend
Grindavík er að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í Lengjudeild karla og er búið að næla sér í Guðjón Þorsteinsson frá stórliði Víkings í Reykjavík.

Guðjón er fæddur 2006 og uppalinn hjá Grindavík. Hann er því að snúa aftur á heimaslóðir.

Guðjón hefur ekki spilað keppnisleik fyrir meistaraflokk Víkings en hann lék tvo leiki með Grindavík í Lengjubikarnum sumarið 2022 áður en hann flutti til Reykjavíkur.

Guðjón mun koma inn í 2. flokk Grindavíkur og vonast til að fá að spreyta sig eitthvað í Lengjudeildinni í sumar.

Fyrsti leikur Grindavíkur á nýju tímabili er á útivelli gegn Selfossi á morgun.
Athugasemdir
banner
banner