Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fim 01. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
U16 spilar við Eistland í dag
Kvenaboltinn
Svona var byrjunarliðið gegn Slóvakíu.
Svona var byrjunarliðið gegn Slóvakíu.
Mynd: KSÍ
U16 landslið kvenna tekur þátt í þróunarmóti hjá UEFA og spilar við heimastelpur í liði Eistlands í dag.

Stelpurnar okkar sigruðu þægilega gegn Slóvakíu í fyrstu umferð og spila núna við heimastelpur sem töpuðu gegn Kósovó í fyrstu umferð.

Kósovó gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk gegn Eistum, svo lokatölur urðu 3-5.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á YouTube, á vegum eistneska fótboltasambandsins.

Bein útsending frá leiknum
Athugasemdir
banner