
U16 landslið kvenna tekur þátt í þróunarmóti hjá UEFA og spilar við heimastelpur í liði Eistlands í dag.
Stelpurnar okkar sigruðu þægilega gegn Slóvakíu í fyrstu umferð og spila núna við heimastelpur sem töpuðu gegn Kósovó í fyrstu umferð.
Kósovó gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk gegn Eistum, svo lokatölur urðu 3-5.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á YouTube, á vegum eistneska fótboltasambandsins.
Bein útsending frá leiknum
Athugasemdir