Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
banner
   fim 01. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Evrópubarátta í Nottingham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem tvö Evrópubaráttulið mætast.

Notthingham Forest hefur verið spútnik lið deildartímabilsins og getur endurheimt 3. sæti deildarinnar með sigri á heimavelli gegn Brentford í kvöld.

Forest er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en lærisveinar Nuno Espírito Santo eru nú þegar svo gott sem búnir að tryggja sér Evrópusæti, hvort sem það verður í Evrópudeild eða Sambandsdeild.

Brentford getur hins vegar enn náð áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem getur gefið þátttökurétt í Sambandsdeildina á næstu leiktíð. Ef Manchester City vinnur úrslitaleik enska bikarsins gegn Crystal Palace þá mun 8. sætið telja sem Sambandsdeildarsæti.

Brentford þarf helst sigur í kvöld til að halda sér á lífi í Evrópubaráttunni. Jafntefli eða tap kæmi sér afar illa fyrir Thomas Frank og lærisveina hans.

Leikur kvöldsins
18:30 Nottingham Forest - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 37 25 8 4 85 40 +45 83
2 Arsenal 37 19 14 4 67 33 +34 71
3 Man City 37 20 8 9 70 44 +26 68
4 Newcastle 37 20 6 11 68 46 +22 66
5 Chelsea 37 19 9 9 63 43 +20 66
6 Aston Villa 37 19 9 9 58 49 +9 66
7 Nott. Forest 37 19 8 10 58 45 +13 65
8 Brighton 37 15 13 9 62 58 +4 58
9 Brentford 37 16 7 14 65 56 +9 55
10 Fulham 37 15 9 13 54 52 +2 54
11 Bournemouth 37 14 11 12 56 46 +10 53
12 Crystal Palace 37 13 13 11 50 50 0 52
13 Everton 37 10 15 12 41 44 -3 45
14 Wolves 37 12 5 20 53 68 -15 41
15 West Ham 37 10 10 17 43 61 -18 40
16 Man Utd 37 10 9 18 42 54 -12 39
17 Tottenham 37 11 5 21 63 61 +2 38
18 Leicester 37 6 7 24 33 78 -45 25
19 Ipswich Town 37 4 10 23 35 79 -44 22
20 Southampton 37 2 6 29 25 84 -59 12
Athugasemdir
banner
banner